Hvert fara svo þessir fjármunir? 18. desember 2009 06:00 Sindri Snær Einarsson skrifar um ungt fólk og atvinnuleysisbætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt fyrirliggjandi aðgerðir út frá tillögum vinnuhóps um ungt fólk án atvinnu. Þær aðgerðir fela í sér að skerða á atvinnuleysisbætur hjá ungu fólki (16-25 ára), aðgerðirnar miða að því að sporna við þeim neikvæðu afleiðingum sem fylgja aðgerðarleysi og koma ungu fólki í virkni. Með skerðingunni á að ná fram töluverðum fjárhæðum í sparnað sem á að nýta í þágu þeirra sjálfra. Þessar milljónir koma einungis einu sinni. Því velti ég fyrir mér, hvert fara svo þessir fjármunir?Tillögur vinnuhóps ganga ekki uppMargt gott kemur fram í tillögum um ungt fólk án atvinnu, sem unnar voru af vinnuhóp stofnuðum af félags- og menntamálaráðherra. Þar er ýmislegt lagt til en inntakið í tillögunum er að lækka atvinnuleysisbætur ungmenna og vísa sem flestum af atvinnuleysisskrá og inn í framhaldsskólana. Það er varhugavert því á sama tíma á að finna leiðir til að draga úr brottfalli úr framhaldsskólum landsins úr 30-40% brottfalli niður í 15-20% brottfall. Fyrir mér gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Hópinn, sem ekki fór í eða er fallinn úr framhaldsskóla, á að senda beint inn aftur og á sama tíma er stefnt að því að lækka brottfallið. Tillögurnar fela ekki í sér neinar lausnir hvernig lækka eigi brottfallið, heldur er eingöngu að finna þar samanburð á mismunandi leiðum í skólamálum sem löndin í kringum okkur hafa farið og brottfall úr þeim borið saman og þar kemur Ísland verst út. Skilin er eftir ein getgáta um að orsök brotfallsins sé sú að í íslensku skólakerfi séu skilin á milli bók- og iðnnáms ekki skýr og verið sé að þröngva bóknámsgreinum upp á iðnnema sem skilar sér í háu brottfalli þeirra. Engar tölulegar niðurstöður eru þó settar fram um hver munurinn sé á brottfalli úr iðnnámi og bóknámi (þær gætu þó verið til og eiginlega verð ég að trúa að svo sé og að þessi ákvörðun sé tekin út frá þeim, en ekki „innsæi" vinnuhópsins). Ég slæ því varnagla við þær tillögur sem vinnuhópurinn leggur til. Þó má gera ráð fyrir því að margir af atvinnuleysisskrá eigi vel heima í framhaldsskóla. Ég tek undir með þeim tillögunum sem ganga út á að gefa einstaklingum kost á að starfa í sjálfboðastörfum því það eykur fjölbreytni og víðara val en eingöngu framhaldsskóla. Ég vil að við göngum enn lengra með því að skapa fjölbreytni og mæta fólki þar sem það stendur. Það er hlutverk okkar að gera þann hóp sem er á atvinnuleysisskrá samkeppnishæfari því það er ástæðan fyrir því að þau eru ekki í vinnu. Því eiga virknis aðgerðir að miða að því að gefa fólki sambærilega viðurkenningu og stuðning við það sem þau gera og ef þau væru í framhaldsskóla. Framhaldsskólanemi kostar í bóknámi um 600.000 kr. og í iðnnám um 1.100.000 kr. Þetta eru fjármunir sem fara til spillis í 30-40% tilfella. Því verður að breyta. Ég vil samt sem áður ekki eingöngu gagnrýna varhugaverðar aðgerðir heldur vil ég benda á nýjar hugmyndir sem henta ef til vill þessum hópi ungmenna betur og gætu orðið til þess að við bjóðum upp á nýtt og fjölbreyttara samfélag sem taki raunverulega á vandanum því þessar milljónir sem á að setja í þágu ungs fólks koma ekki aftur. Nýjar leiðir og lausnirTaka verður heildstætt á málaflokki ungs fólks og væri e.t.v. sniðugt að líta í kringum okkur og sjá hvað ESB og nágrannaþjóðir okkar gera til þess að virkja ungt fólk. Nágrannaþjóðir okkar hafa t.d. farið þá leið að styrkja við sjóði sem ungt fólk getur sótt í, en þeim sjóðum eru sett skilyrði um styrkhæfi sem fylgi þörfum samfélagsins hverju sinni. Ef svona sjóður væri settur upp hér mætti t.d. í dag setja það sem skilyrði að til að verkefni verði styrkhæft verði ákveðinn fjöldi þátttakenda að vera á atvinnuleysisskrá. Með þessu sköpum við gerjun og ýtum undir frumkvæði ungs fólks. Svona sjóður hefur nú þegar sannað sig hér á landi í kringum starfið sem unnið var í Austurbæjarbíói, húsi unga fólksins, sem starfrækt var í sumar. Þrátt fyrir kröftugt og áhrifaríkt starf í húsinu var því lokað í sparnaðarskyni. Mikil þörf er á að opna húsið aftur eða setja af stað sams konar verkefni. Þetta er eingöngu ein af mörgum leiðum sem Landssamband æskulýðsfélaga hefur lagt til um hvernig gefa megi minna samkeppnishæfum ungmennum kraft, viðurkenningu og meðbyr í virknis aðgerðum yfirvalda. Höfundur er framhaldsskólanemi, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga og fulltrúi í æskulýðsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sindri Snær Einarsson skrifar um ungt fólk og atvinnuleysisbætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt fyrirliggjandi aðgerðir út frá tillögum vinnuhóps um ungt fólk án atvinnu. Þær aðgerðir fela í sér að skerða á atvinnuleysisbætur hjá ungu fólki (16-25 ára), aðgerðirnar miða að því að sporna við þeim neikvæðu afleiðingum sem fylgja aðgerðarleysi og koma ungu fólki í virkni. Með skerðingunni á að ná fram töluverðum fjárhæðum í sparnað sem á að nýta í þágu þeirra sjálfra. Þessar milljónir koma einungis einu sinni. Því velti ég fyrir mér, hvert fara svo þessir fjármunir?Tillögur vinnuhóps ganga ekki uppMargt gott kemur fram í tillögum um ungt fólk án atvinnu, sem unnar voru af vinnuhóp stofnuðum af félags- og menntamálaráðherra. Þar er ýmislegt lagt til en inntakið í tillögunum er að lækka atvinnuleysisbætur ungmenna og vísa sem flestum af atvinnuleysisskrá og inn í framhaldsskólana. Það er varhugavert því á sama tíma á að finna leiðir til að draga úr brottfalli úr framhaldsskólum landsins úr 30-40% brottfalli niður í 15-20% brottfall. Fyrir mér gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Hópinn, sem ekki fór í eða er fallinn úr framhaldsskóla, á að senda beint inn aftur og á sama tíma er stefnt að því að lækka brottfallið. Tillögurnar fela ekki í sér neinar lausnir hvernig lækka eigi brottfallið, heldur er eingöngu að finna þar samanburð á mismunandi leiðum í skólamálum sem löndin í kringum okkur hafa farið og brottfall úr þeim borið saman og þar kemur Ísland verst út. Skilin er eftir ein getgáta um að orsök brotfallsins sé sú að í íslensku skólakerfi séu skilin á milli bók- og iðnnáms ekki skýr og verið sé að þröngva bóknámsgreinum upp á iðnnema sem skilar sér í háu brottfalli þeirra. Engar tölulegar niðurstöður eru þó settar fram um hver munurinn sé á brottfalli úr iðnnámi og bóknámi (þær gætu þó verið til og eiginlega verð ég að trúa að svo sé og að þessi ákvörðun sé tekin út frá þeim, en ekki „innsæi" vinnuhópsins). Ég slæ því varnagla við þær tillögur sem vinnuhópurinn leggur til. Þó má gera ráð fyrir því að margir af atvinnuleysisskrá eigi vel heima í framhaldsskóla. Ég tek undir með þeim tillögunum sem ganga út á að gefa einstaklingum kost á að starfa í sjálfboðastörfum því það eykur fjölbreytni og víðara val en eingöngu framhaldsskóla. Ég vil að við göngum enn lengra með því að skapa fjölbreytni og mæta fólki þar sem það stendur. Það er hlutverk okkar að gera þann hóp sem er á atvinnuleysisskrá samkeppnishæfari því það er ástæðan fyrir því að þau eru ekki í vinnu. Því eiga virknis aðgerðir að miða að því að gefa fólki sambærilega viðurkenningu og stuðning við það sem þau gera og ef þau væru í framhaldsskóla. Framhaldsskólanemi kostar í bóknámi um 600.000 kr. og í iðnnám um 1.100.000 kr. Þetta eru fjármunir sem fara til spillis í 30-40% tilfella. Því verður að breyta. Ég vil samt sem áður ekki eingöngu gagnrýna varhugaverðar aðgerðir heldur vil ég benda á nýjar hugmyndir sem henta ef til vill þessum hópi ungmenna betur og gætu orðið til þess að við bjóðum upp á nýtt og fjölbreyttara samfélag sem taki raunverulega á vandanum því þessar milljónir sem á að setja í þágu ungs fólks koma ekki aftur. Nýjar leiðir og lausnirTaka verður heildstætt á málaflokki ungs fólks og væri e.t.v. sniðugt að líta í kringum okkur og sjá hvað ESB og nágrannaþjóðir okkar gera til þess að virkja ungt fólk. Nágrannaþjóðir okkar hafa t.d. farið þá leið að styrkja við sjóði sem ungt fólk getur sótt í, en þeim sjóðum eru sett skilyrði um styrkhæfi sem fylgi þörfum samfélagsins hverju sinni. Ef svona sjóður væri settur upp hér mætti t.d. í dag setja það sem skilyrði að til að verkefni verði styrkhæft verði ákveðinn fjöldi þátttakenda að vera á atvinnuleysisskrá. Með þessu sköpum við gerjun og ýtum undir frumkvæði ungs fólks. Svona sjóður hefur nú þegar sannað sig hér á landi í kringum starfið sem unnið var í Austurbæjarbíói, húsi unga fólksins, sem starfrækt var í sumar. Þrátt fyrir kröftugt og áhrifaríkt starf í húsinu var því lokað í sparnaðarskyni. Mikil þörf er á að opna húsið aftur eða setja af stað sams konar verkefni. Þetta er eingöngu ein af mörgum leiðum sem Landssamband æskulýðsfélaga hefur lagt til um hvernig gefa megi minna samkeppnishæfum ungmennum kraft, viðurkenningu og meðbyr í virknis aðgerðum yfirvalda. Höfundur er framhaldsskólanemi, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga og fulltrúi í æskulýðsráði.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar