Hvert fara svo þessir fjármunir? 18. desember 2009 06:00 Sindri Snær Einarsson skrifar um ungt fólk og atvinnuleysisbætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt fyrirliggjandi aðgerðir út frá tillögum vinnuhóps um ungt fólk án atvinnu. Þær aðgerðir fela í sér að skerða á atvinnuleysisbætur hjá ungu fólki (16-25 ára), aðgerðirnar miða að því að sporna við þeim neikvæðu afleiðingum sem fylgja aðgerðarleysi og koma ungu fólki í virkni. Með skerðingunni á að ná fram töluverðum fjárhæðum í sparnað sem á að nýta í þágu þeirra sjálfra. Þessar milljónir koma einungis einu sinni. Því velti ég fyrir mér, hvert fara svo þessir fjármunir?Tillögur vinnuhóps ganga ekki uppMargt gott kemur fram í tillögum um ungt fólk án atvinnu, sem unnar voru af vinnuhóp stofnuðum af félags- og menntamálaráðherra. Þar er ýmislegt lagt til en inntakið í tillögunum er að lækka atvinnuleysisbætur ungmenna og vísa sem flestum af atvinnuleysisskrá og inn í framhaldsskólana. Það er varhugavert því á sama tíma á að finna leiðir til að draga úr brottfalli úr framhaldsskólum landsins úr 30-40% brottfalli niður í 15-20% brottfall. Fyrir mér gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Hópinn, sem ekki fór í eða er fallinn úr framhaldsskóla, á að senda beint inn aftur og á sama tíma er stefnt að því að lækka brottfallið. Tillögurnar fela ekki í sér neinar lausnir hvernig lækka eigi brottfallið, heldur er eingöngu að finna þar samanburð á mismunandi leiðum í skólamálum sem löndin í kringum okkur hafa farið og brottfall úr þeim borið saman og þar kemur Ísland verst út. Skilin er eftir ein getgáta um að orsök brotfallsins sé sú að í íslensku skólakerfi séu skilin á milli bók- og iðnnáms ekki skýr og verið sé að þröngva bóknámsgreinum upp á iðnnema sem skilar sér í háu brottfalli þeirra. Engar tölulegar niðurstöður eru þó settar fram um hver munurinn sé á brottfalli úr iðnnámi og bóknámi (þær gætu þó verið til og eiginlega verð ég að trúa að svo sé og að þessi ákvörðun sé tekin út frá þeim, en ekki „innsæi" vinnuhópsins). Ég slæ því varnagla við þær tillögur sem vinnuhópurinn leggur til. Þó má gera ráð fyrir því að margir af atvinnuleysisskrá eigi vel heima í framhaldsskóla. Ég tek undir með þeim tillögunum sem ganga út á að gefa einstaklingum kost á að starfa í sjálfboðastörfum því það eykur fjölbreytni og víðara val en eingöngu framhaldsskóla. Ég vil að við göngum enn lengra með því að skapa fjölbreytni og mæta fólki þar sem það stendur. Það er hlutverk okkar að gera þann hóp sem er á atvinnuleysisskrá samkeppnishæfari því það er ástæðan fyrir því að þau eru ekki í vinnu. Því eiga virknis aðgerðir að miða að því að gefa fólki sambærilega viðurkenningu og stuðning við það sem þau gera og ef þau væru í framhaldsskóla. Framhaldsskólanemi kostar í bóknámi um 600.000 kr. og í iðnnám um 1.100.000 kr. Þetta eru fjármunir sem fara til spillis í 30-40% tilfella. Því verður að breyta. Ég vil samt sem áður ekki eingöngu gagnrýna varhugaverðar aðgerðir heldur vil ég benda á nýjar hugmyndir sem henta ef til vill þessum hópi ungmenna betur og gætu orðið til þess að við bjóðum upp á nýtt og fjölbreyttara samfélag sem taki raunverulega á vandanum því þessar milljónir sem á að setja í þágu ungs fólks koma ekki aftur. Nýjar leiðir og lausnirTaka verður heildstætt á málaflokki ungs fólks og væri e.t.v. sniðugt að líta í kringum okkur og sjá hvað ESB og nágrannaþjóðir okkar gera til þess að virkja ungt fólk. Nágrannaþjóðir okkar hafa t.d. farið þá leið að styrkja við sjóði sem ungt fólk getur sótt í, en þeim sjóðum eru sett skilyrði um styrkhæfi sem fylgi þörfum samfélagsins hverju sinni. Ef svona sjóður væri settur upp hér mætti t.d. í dag setja það sem skilyrði að til að verkefni verði styrkhæft verði ákveðinn fjöldi þátttakenda að vera á atvinnuleysisskrá. Með þessu sköpum við gerjun og ýtum undir frumkvæði ungs fólks. Svona sjóður hefur nú þegar sannað sig hér á landi í kringum starfið sem unnið var í Austurbæjarbíói, húsi unga fólksins, sem starfrækt var í sumar. Þrátt fyrir kröftugt og áhrifaríkt starf í húsinu var því lokað í sparnaðarskyni. Mikil þörf er á að opna húsið aftur eða setja af stað sams konar verkefni. Þetta er eingöngu ein af mörgum leiðum sem Landssamband æskulýðsfélaga hefur lagt til um hvernig gefa megi minna samkeppnishæfum ungmennum kraft, viðurkenningu og meðbyr í virknis aðgerðum yfirvalda. Höfundur er framhaldsskólanemi, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga og fulltrúi í æskulýðsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sindri Snær Einarsson skrifar um ungt fólk og atvinnuleysisbætur. Ríkisstjórnin hefur kynnt fyrirliggjandi aðgerðir út frá tillögum vinnuhóps um ungt fólk án atvinnu. Þær aðgerðir fela í sér að skerða á atvinnuleysisbætur hjá ungu fólki (16-25 ára), aðgerðirnar miða að því að sporna við þeim neikvæðu afleiðingum sem fylgja aðgerðarleysi og koma ungu fólki í virkni. Með skerðingunni á að ná fram töluverðum fjárhæðum í sparnað sem á að nýta í þágu þeirra sjálfra. Þessar milljónir koma einungis einu sinni. Því velti ég fyrir mér, hvert fara svo þessir fjármunir?Tillögur vinnuhóps ganga ekki uppMargt gott kemur fram í tillögum um ungt fólk án atvinnu, sem unnar voru af vinnuhóp stofnuðum af félags- og menntamálaráðherra. Þar er ýmislegt lagt til en inntakið í tillögunum er að lækka atvinnuleysisbætur ungmenna og vísa sem flestum af atvinnuleysisskrá og inn í framhaldsskólana. Það er varhugavert því á sama tíma á að finna leiðir til að draga úr brottfalli úr framhaldsskólum landsins úr 30-40% brottfalli niður í 15-20% brottfall. Fyrir mér gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Hópinn, sem ekki fór í eða er fallinn úr framhaldsskóla, á að senda beint inn aftur og á sama tíma er stefnt að því að lækka brottfallið. Tillögurnar fela ekki í sér neinar lausnir hvernig lækka eigi brottfallið, heldur er eingöngu að finna þar samanburð á mismunandi leiðum í skólamálum sem löndin í kringum okkur hafa farið og brottfall úr þeim borið saman og þar kemur Ísland verst út. Skilin er eftir ein getgáta um að orsök brotfallsins sé sú að í íslensku skólakerfi séu skilin á milli bók- og iðnnáms ekki skýr og verið sé að þröngva bóknámsgreinum upp á iðnnema sem skilar sér í háu brottfalli þeirra. Engar tölulegar niðurstöður eru þó settar fram um hver munurinn sé á brottfalli úr iðnnámi og bóknámi (þær gætu þó verið til og eiginlega verð ég að trúa að svo sé og að þessi ákvörðun sé tekin út frá þeim, en ekki „innsæi" vinnuhópsins). Ég slæ því varnagla við þær tillögur sem vinnuhópurinn leggur til. Þó má gera ráð fyrir því að margir af atvinnuleysisskrá eigi vel heima í framhaldsskóla. Ég tek undir með þeim tillögunum sem ganga út á að gefa einstaklingum kost á að starfa í sjálfboðastörfum því það eykur fjölbreytni og víðara val en eingöngu framhaldsskóla. Ég vil að við göngum enn lengra með því að skapa fjölbreytni og mæta fólki þar sem það stendur. Það er hlutverk okkar að gera þann hóp sem er á atvinnuleysisskrá samkeppnishæfari því það er ástæðan fyrir því að þau eru ekki í vinnu. Því eiga virknis aðgerðir að miða að því að gefa fólki sambærilega viðurkenningu og stuðning við það sem þau gera og ef þau væru í framhaldsskóla. Framhaldsskólanemi kostar í bóknámi um 600.000 kr. og í iðnnám um 1.100.000 kr. Þetta eru fjármunir sem fara til spillis í 30-40% tilfella. Því verður að breyta. Ég vil samt sem áður ekki eingöngu gagnrýna varhugaverðar aðgerðir heldur vil ég benda á nýjar hugmyndir sem henta ef til vill þessum hópi ungmenna betur og gætu orðið til þess að við bjóðum upp á nýtt og fjölbreyttara samfélag sem taki raunverulega á vandanum því þessar milljónir sem á að setja í þágu ungs fólks koma ekki aftur. Nýjar leiðir og lausnirTaka verður heildstætt á málaflokki ungs fólks og væri e.t.v. sniðugt að líta í kringum okkur og sjá hvað ESB og nágrannaþjóðir okkar gera til þess að virkja ungt fólk. Nágrannaþjóðir okkar hafa t.d. farið þá leið að styrkja við sjóði sem ungt fólk getur sótt í, en þeim sjóðum eru sett skilyrði um styrkhæfi sem fylgi þörfum samfélagsins hverju sinni. Ef svona sjóður væri settur upp hér mætti t.d. í dag setja það sem skilyrði að til að verkefni verði styrkhæft verði ákveðinn fjöldi þátttakenda að vera á atvinnuleysisskrá. Með þessu sköpum við gerjun og ýtum undir frumkvæði ungs fólks. Svona sjóður hefur nú þegar sannað sig hér á landi í kringum starfið sem unnið var í Austurbæjarbíói, húsi unga fólksins, sem starfrækt var í sumar. Þrátt fyrir kröftugt og áhrifaríkt starf í húsinu var því lokað í sparnaðarskyni. Mikil þörf er á að opna húsið aftur eða setja af stað sams konar verkefni. Þetta er eingöngu ein af mörgum leiðum sem Landssamband æskulýðsfélaga hefur lagt til um hvernig gefa megi minna samkeppnishæfum ungmennum kraft, viðurkenningu og meðbyr í virknis aðgerðum yfirvalda. Höfundur er framhaldsskólanemi, varaformaður Landssambands æskulýðsfélaga og fulltrúi í æskulýðsráði.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar