Innlent

Rósa Guðbjartsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri

Rósa Guðbjartsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Rósa Guðbjartsdóttir gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer 14. mars næstkomandi.

Rósa er stjórnmálafræðingur og starfaði um árabil við blaða-og fréttamennsku. Hún var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á árunum 2001-2006, tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2006 og hefur verið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2007. Rósa hefur tekið virkan þátt í störfum innan íþróttahreyfingarinnar og er í fagráði Velferðarsjóðs barna.

Rósa er 43 ára, gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×