Innlent

Forystumenn fjölmiðla saman á morgunverðarfundi

Hótel Loftleiðir.
Hótel Loftleiðir.

Félag kvenna í atvinnurekstri(FKA) heldur morgunverðarfund á Hótel Loftleiðum,á morgun, föstudaginn 27. febrúar frá kl. 8.00 til 9.45. Yfirskrift fundarins er: ,,Er ekkert gott að frétta?" og í pallborði verða nokkrir þekktir fjölmiðlamenn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá FKA en þar segir ennfremur að samkvæmt mælingum Fjölmiðlavaktarinnar séu jákvæðar fréttir miklu færri en þær neikvæðu í fréttamiðlum landsins.

„Samtök á borð við Geðhjálp hafa bent á að neikvæðar fréttir geta dregið áhorfendur niður og ráðleggja því skjólstæðingum sínum sem þjást af þunglyndi að sniðganga fréttir. Hver er samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla? Eiga jákvæðar fréttir erfiðara með að komast að í fréttum fjölmiðlanna? Hvers vegna er það?"

Á fundinum verður leitast við að svara þessum spurningum sem og öðrum sem brenna á fólki í sal

Í pallborði verða:

Óðinn Jónsson, Rúv

Óskar Hrafn Þorvaldsson, Stöð 2

Agnes Bragadóttir, Morgunblaðið

Steinunn Stefánsdóttir, Fréttablaðið

Reynir Traustason, DV

Fundarstjóri: Lára Ómarsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×