Húsnæðismál heimilanna þolir enga bið Guðmundur Auðunsson skrifar 12. mars 2009 15:16 Það er öllum ljóst að taka verður á þeim vanda sem margir standa núna uppi fyrir vegna húsnæðislána sinna. Því miður er ástandið svo alvarlegt að þúsundir fjölskyldna sjá nú fram á að geta ekki ráðið við lán af húsnæði sínu. Þetta er sérstaklega alvarlegt hjá ungu fólki sem nýlega er komið út á húsnæðismarkaðinn og lenti í því að kaupa húsnæði þegar verðlagið var komið úr öllum böndum. Vegna þeirrar áherslu sem við höfum lagt á séreign á húsnæði og takmarkaðs leigumarkaðar þá átti fólk í raun ekkert val, til að tryggja það að vera ekki að flakka úr einu bráðabirgðahúsnæðinu í annað keypti fólk eðlilega húsnæði og tók há lán fyrir. Það er fásinna að halda því fram að hægt sé að leysa þennan vanda með einföldum patent lausnum, svo sem með 20% niðurfellingu höfuðstóls á öllum lánum. Staða manna er mismunandi, sumir þyrftu ekki á slíku að halda og því röng forgangsröð að koma þessu fólki til aðstoðar. En aðrir, sérstaklega ungt fólk sem nýlega kom á markaðinn og þeir sem misst hafa vinnuna myndu ekki fá lausn á málum sínum með þessari niðurfellingu. Ég tel það því ljóst að taka verður mismunandi á málunum miðað við stöðu hvers fyrir sig. Slíkar lausnir ættu að vera blandaðar, efla þarf félagslega húsnæðiskerfið á ný auk þess sem endurskipulagning húsnæðislána og blandað eignarform milli félagslegs og persónulegs eignarhald væri sú lausn sem hentaði öðrum best. Fyrsta skrefið er að taka öll lánin inn í húsnæðislánakerfi Íbúðarlánasjóðs. Þar væri hægt að taka á málunum samkvæmt þörf hvers og eins. Sumir sitja uppi með lán sem eru orðin hærri en verðmæti eignanna. Undir slíkum kringumstæðum er eðlilegast að húsnæðið væri tekið inn í félagslegt kerfi. Síðan yrði fólki gert kleyft að búa áfram í húsnæðinu, nú eða minnka eða stækka við sig samkvæmt þörfum fjölskyldunnar. Þetta yrði notað sem grunnurinn í öflugu félagsíbúðakerfi þar sem þarfir fjölskyldnanna, ekki fjárráð þeirra, myndu ráða úthlutun íbúða. Fyrir aðra gæti blandað kerfi persónulegs og félagslegs eignarhald verið lausnin. Þetta ætti helst við um fólk sem á þegar góða eign í húsnæði sínu en ræður samt ekki við afborganir. Félagslega kerfið gæti þá tekið yfir hluta eignanna og fólk borgað leigu í hlutfallið við séreign sína. Fólk gæti þá síðar leyst eignina aftur til sín. Ávallt myndi leiga í félagslega kerfinu miðast við getu og þarfir fólksins. Fyrir enn aðra myndi endurskipulagning lána vera lausnin. Mætti hér hugsa sér að taka aftur upp vaxtafrádrátt vegna húsnæðiskaupa í gegnum skattakerfið, sem fjármagnað yrði með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Grundvallaratriðið er að mismunandi lausnir henta fólki, ekki einhverjar flatar niðurfærslur á höfuðstóli lána. Ég hef búið um tíma í Bretlandi. Þrátt fyrir að Thatcher stjórnin hafi reynt sitt besta að ganga af félagslega húsnæðiskerfinu þar í landi dauðu, þá býr enn stór hluti landsmanna í félagslegu húsnæði og borgar þar sanngjarna leigu. Það á ekki að vera nein skömm að búa í félagslegu húsnæði. Við þurfum að komast út úr þeirri hugsanavillu. Það sem skiptir fólk mestu máli er að það hafi tryggt húsnæði sem henti þeirra þörfum og sem það ræður við afborganir af. Það skiptir í raun litlu máli hvort "eignarhald" á húsnæði fólks er hjá félagslegu kerfi eða hvort lánastofnanir eigi húsnæðið í raun. Það er allavega ljóst að við leysum ekki vanda heimilanna nema með því að koma til móts við mismunandi þarfir fjölskyldnanna í landinu og með því að byggja upp öflugt félagslegt húsnæðiskerfi. Höfundur er stjórnmála- og hagfræðingur og sækist eftir 3-4 sæti í forvali VG í Suðvestur kjördæminu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst að taka verður á þeim vanda sem margir standa núna uppi fyrir vegna húsnæðislána sinna. Því miður er ástandið svo alvarlegt að þúsundir fjölskyldna sjá nú fram á að geta ekki ráðið við lán af húsnæði sínu. Þetta er sérstaklega alvarlegt hjá ungu fólki sem nýlega er komið út á húsnæðismarkaðinn og lenti í því að kaupa húsnæði þegar verðlagið var komið úr öllum böndum. Vegna þeirrar áherslu sem við höfum lagt á séreign á húsnæði og takmarkaðs leigumarkaðar þá átti fólk í raun ekkert val, til að tryggja það að vera ekki að flakka úr einu bráðabirgðahúsnæðinu í annað keypti fólk eðlilega húsnæði og tók há lán fyrir. Það er fásinna að halda því fram að hægt sé að leysa þennan vanda með einföldum patent lausnum, svo sem með 20% niðurfellingu höfuðstóls á öllum lánum. Staða manna er mismunandi, sumir þyrftu ekki á slíku að halda og því röng forgangsröð að koma þessu fólki til aðstoðar. En aðrir, sérstaklega ungt fólk sem nýlega kom á markaðinn og þeir sem misst hafa vinnuna myndu ekki fá lausn á málum sínum með þessari niðurfellingu. Ég tel það því ljóst að taka verður mismunandi á málunum miðað við stöðu hvers fyrir sig. Slíkar lausnir ættu að vera blandaðar, efla þarf félagslega húsnæðiskerfið á ný auk þess sem endurskipulagning húsnæðislána og blandað eignarform milli félagslegs og persónulegs eignarhald væri sú lausn sem hentaði öðrum best. Fyrsta skrefið er að taka öll lánin inn í húsnæðislánakerfi Íbúðarlánasjóðs. Þar væri hægt að taka á málunum samkvæmt þörf hvers og eins. Sumir sitja uppi með lán sem eru orðin hærri en verðmæti eignanna. Undir slíkum kringumstæðum er eðlilegast að húsnæðið væri tekið inn í félagslegt kerfi. Síðan yrði fólki gert kleyft að búa áfram í húsnæðinu, nú eða minnka eða stækka við sig samkvæmt þörfum fjölskyldunnar. Þetta yrði notað sem grunnurinn í öflugu félagsíbúðakerfi þar sem þarfir fjölskyldnanna, ekki fjárráð þeirra, myndu ráða úthlutun íbúða. Fyrir aðra gæti blandað kerfi persónulegs og félagslegs eignarhald verið lausnin. Þetta ætti helst við um fólk sem á þegar góða eign í húsnæði sínu en ræður samt ekki við afborganir. Félagslega kerfið gæti þá tekið yfir hluta eignanna og fólk borgað leigu í hlutfallið við séreign sína. Fólk gæti þá síðar leyst eignina aftur til sín. Ávallt myndi leiga í félagslega kerfinu miðast við getu og þarfir fólksins. Fyrir enn aðra myndi endurskipulagning lána vera lausnin. Mætti hér hugsa sér að taka aftur upp vaxtafrádrátt vegna húsnæðiskaupa í gegnum skattakerfið, sem fjármagnað yrði með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Grundvallaratriðið er að mismunandi lausnir henta fólki, ekki einhverjar flatar niðurfærslur á höfuðstóli lána. Ég hef búið um tíma í Bretlandi. Þrátt fyrir að Thatcher stjórnin hafi reynt sitt besta að ganga af félagslega húsnæðiskerfinu þar í landi dauðu, þá býr enn stór hluti landsmanna í félagslegu húsnæði og borgar þar sanngjarna leigu. Það á ekki að vera nein skömm að búa í félagslegu húsnæði. Við þurfum að komast út úr þeirri hugsanavillu. Það sem skiptir fólk mestu máli er að það hafi tryggt húsnæði sem henti þeirra þörfum og sem það ræður við afborganir af. Það skiptir í raun litlu máli hvort "eignarhald" á húsnæði fólks er hjá félagslegu kerfi eða hvort lánastofnanir eigi húsnæðið í raun. Það er allavega ljóst að við leysum ekki vanda heimilanna nema með því að koma til móts við mismunandi þarfir fjölskyldnanna í landinu og með því að byggja upp öflugt félagslegt húsnæðiskerfi. Höfundur er stjórnmála- og hagfræðingur og sækist eftir 3-4 sæti í forvali VG í Suðvestur kjördæminu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun