Tuttugu ár frá falli einræðis í Rúmeníu 21. desember 2009 06:00 Nicolae Ceausescu og eiginkona hans, Elena Réttarhald yfir þeim fór fram á jóladag árið 1989 þegar þessi mynd var tekin. Síðar sama dag voru þau tekin af lífi.nordicphotos/AFP Íbúar í Rúmeníu virðast flestir ætla að láta framhjá sér fara minningarathafnir um fall Nicolaes Ceausescu einræðisherra, sem steypt var af stóli fyrir tuttugu árum. Nokkur hundruð manns komu þó saman í bænum Timisoara á fimmtudaginn, þar sem kveikt var á kertum og frelsinu fagnað. Þar í bænum hófst nefnilega hin eiginlega uppreisn gegn Ceausescu þegar íbúarnir komu til varnar presti nokkrum, Laszlo Tokes, sem var af ungverskum ættum og hafði í predikunum sínum verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld. Til stóð að flytja prestinn í annað prestakall gegn vilja hans, en þegar lögreglan mætti stóðu íbúarnir fastir fyrir og átök hófust. Þau átök mögnuðust snarlega og breiddust víðar um landið með skotbardögum og sprengjukasti á báða bóga. Næstu sex dagana kostuðu þessi átök þúsund manns lífið, þar af 118 í Timisoara. Þetta voru einu vopnuðu átökin í byltingum íbúa Austur-Evrópuríkjanna haustið 1989. Fáeinum vikum áður hafði Berlínarmúrinn opnast án blóðsúthellinga og víðar í austanverðri álfunni hrundu kommúnistastjórnirnar eins og spilaborgir án þess að einu einasta skoti væri hleypt af. Rúmenía var eitt fátækasta ríkið austan járntjalds og íbúarnir orðnir langþreyttir á geðþóttastjórn Ceausescus, sem var þá einn grimmasti einræðisherra austantjaldsríkjanna. Alda mótmæla náði fljótlega til höfuðborgarinnar Búkarest og svo fór að einræðisherrann var gripinn og settur í járn. Á jóladag var síðan réttað yfir honum og hann tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni strax að réttarhöldunum loknum. Í dag er Rúmenía gengin bæði í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Jólaskreytingar flæða um götur og verslanir, en efnahagsástandið er engu að síður erfitt og stjórnmálin í uppnámi. Rúmenía er að drukkna í skuldum, stjórnmálamenn eru sakaðir um að vera á kafi í spillingu og nýafstaðnar forsetakosningar virðast hálf ómarktækar vegna ásakana um kosningasvindl. Þegar svo háttar virðast sigrar byltingarmanna fyrir tuttugu árum litlu máli skipta. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Íbúar í Rúmeníu virðast flestir ætla að láta framhjá sér fara minningarathafnir um fall Nicolaes Ceausescu einræðisherra, sem steypt var af stóli fyrir tuttugu árum. Nokkur hundruð manns komu þó saman í bænum Timisoara á fimmtudaginn, þar sem kveikt var á kertum og frelsinu fagnað. Þar í bænum hófst nefnilega hin eiginlega uppreisn gegn Ceausescu þegar íbúarnir komu til varnar presti nokkrum, Laszlo Tokes, sem var af ungverskum ættum og hafði í predikunum sínum verið óhræddur að gagnrýna stjórnvöld. Til stóð að flytja prestinn í annað prestakall gegn vilja hans, en þegar lögreglan mætti stóðu íbúarnir fastir fyrir og átök hófust. Þau átök mögnuðust snarlega og breiddust víðar um landið með skotbardögum og sprengjukasti á báða bóga. Næstu sex dagana kostuðu þessi átök þúsund manns lífið, þar af 118 í Timisoara. Þetta voru einu vopnuðu átökin í byltingum íbúa Austur-Evrópuríkjanna haustið 1989. Fáeinum vikum áður hafði Berlínarmúrinn opnast án blóðsúthellinga og víðar í austanverðri álfunni hrundu kommúnistastjórnirnar eins og spilaborgir án þess að einu einasta skoti væri hleypt af. Rúmenía var eitt fátækasta ríkið austan járntjalds og íbúarnir orðnir langþreyttir á geðþóttastjórn Ceausescus, sem var þá einn grimmasti einræðisherra austantjaldsríkjanna. Alda mótmæla náði fljótlega til höfuðborgarinnar Búkarest og svo fór að einræðisherrann var gripinn og settur í járn. Á jóladag var síðan réttað yfir honum og hann tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni strax að réttarhöldunum loknum. Í dag er Rúmenía gengin bæði í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. Jólaskreytingar flæða um götur og verslanir, en efnahagsástandið er engu að síður erfitt og stjórnmálin í uppnámi. Rúmenía er að drukkna í skuldum, stjórnmálamenn eru sakaðir um að vera á kafi í spillingu og nýafstaðnar forsetakosningar virðast hálf ómarktækar vegna ásakana um kosningasvindl. Þegar svo háttar virðast sigrar byltingarmanna fyrir tuttugu árum litlu máli skipta. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira