Erlent

Ræddu friðarumleitanir

Netanyahu og Mubarak funduðu í Kairó í dag. Mynd/AP
Netanyahu og Mubarak funduðu í Kairó í dag. Mynd/AP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Egyptaland í dag og átti fund með Hosni Mubarak, forseta landsins. Þeir ræddu friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs en Mubarak gegnir mikilvægu hlutverki sáttasemjara á milli Palestínumanna og Ísraela. Leiðtogarnir ræddu auk þess um möguleg fangaskipti á liðsmönnum Hamas sem eru í fangelsum í Ísrael og ísraelskum hermanni sem hefur verið í haldi Hamassamtakanna síðastliðin þrjú ár.

Netanyahu mun á morgun funda með George Mitchell, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda. Micthell kom til Ísraels í dag en hann hyggst reyna hvað hann getur til að fá Ísraela og Palestínumenn til að setjast á nýjan leik við samningaborðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×