Innlent

Aflaverðmæti í fyrra meira en nokkru sinni

Aflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans var meira í fyrra en nokkru sinni fyrr og fór aflaverðmæti um það bil 20 skipa yfir einn milljarð króna.

Þrjú skip fóru yfir tvo milljarða og reyndist fjölveiðiskipið Hákon EA eiga metið, en hann aflaði fyrir 2,6 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt samantekt Sjávarfrétta. Hákon veiddi samtals um 49 þúsund tonn af síld, loðnu, kolmunna og makríl, sem að mestu voru unnin um borð til manneldis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×