Erlent

Segja sterkar líkur á að líf hafi þrifist á Mars

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Meintar bakteríur í loftsteininum.
Meintar bakteríur í loftsteininum.

Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segjast hafa fundið gögn sem bendi sterklega til þess að líf hafi einhvern tímann þrifist á Mars. Þetta segjast þeir lesa úr rannsóknum á loftsteini sem skall á Suðurskautslandinu fyrir 13.000 árum og hafi átt uppruna sinn á Mars. Í steininum sé að finna steingerðar bakteríur sem líkist að mörgu leyti bakteríutegundum sem fyrirfinnist á jörðinni. Gagnrýnendur kenningarinnar benda hins vegar á að það sem vísindamennirnir telji vera steingerðar bakteríur séu fyrirbæri sem myndast hafi við svonefnt hitaniðurbrot (e. thermal decomposition).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×