Erlent

Dýrkeyptur afmælisfagnaður

Óli Tynes skrifar

Bandarísk kona sem drakk sig meðvitundarlausa þegar hún var að halda upp á tvítugsafmæli sitt hefur höfðað mál gegn sjúkrahúsi í Pennsylvaníu vegna þess að hún missti báða fætur í vímunni.

Shanna Hiles sofnaði á gólfinu sitjandi á fótum sér. Í þeim stellingum var hún í tólf klukkustundir þartil hún var flutt á sjúkrahús. Þá var hún búin að missa allan mátt í fótunum sökum blóðrásarteppu.

Í málshöfðun sinni sakar hún Unitown sjúkrahúsið um að hafa ekki greint sig rétt og reynt að koma blóðflæðinu af stað aftur.

Þess í stað hafi hún mörgum klukkustundum síðar verið flutt á annað sjúkrahús þar sem báðir fætur hennar voru teknir af við hnéð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×