Enski boltinn

Hiddink: Ég ætla ekki að skipta mér af ráðningu næsta stjóra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guus Hiddink, stjóri Chelsea fram á vor.
Guus Hiddink, stjóri Chelsea fram á vor. Mynd/AFP

Guus Hiddink er harður á því að taka engan þátt í leitinni af eftirmanni sínum sem stjóra Chelsea en Hollendingurinn ætlar aðeins að stýra Lundúnaliðinu fram á vor. Hiddink snýr þér þá aftur að því að þjálfa rússneska landsliðið.

Það hefur ekki haft nein áhrif á Hiddink að nokkrir af skærustu stjörnum Chelsea-liðsins hafi biðlað til hans um að halda áfram með liðið en undir hans stjórn hefur Chelsea endurlífgað vonir sínar um enska meistaratitilinn auk þess að komast í úrslit ensku bikarkeppninnar og í undanúrslit Meistardeildarinnar.

Stjórn Chelsea ætlar sér að leita ráða hjá Hiddink en hann ætlar ekkert að tjá skoðun sína við stjórnina. „Ég ætla ekki að skipta mér af ráðningu næsta stjóra. Stjórnin ræður þessu eins og með allar lokaákvarðanir tengdum félaginu," sagði Hiddink.

Hiddink neitaði því þó ekki að stuðningur leikmanna Chelsea hafi áhrif. „Þetta er harður heimur og þó að það komi mannlegar tilfinngar við sögu. Það er ekkert leyndarmál að ég elska að vinna hér hjá Chelsea en menn verða að skoða hvernig að þetta kom allt til. Ég hef enga samvisku af því að yfirgefa Chelsea ég væri aðeins með hana ef að ég hefði gert eitthvað rangt," sagði Hiddink.

Chelsea mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrir leikinn er Chelsea fjórum stigum á eftir toppliðunum Manchester United og Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×