Erlent

Mannskæðar árásir í Pakistan

Frá Lahore fyrr í dag.
Frá Lahore fyrr í dag. Mynd/AP
Að minnsta kosti 16 eru á látnir og meira en 100 særðir eftir sprengjuárás í austurhluta Pakistan í dag. Meðal hinna látnu er tveggja ára gamall drengur. Tvær sprengjur sprungu á sama tíma á háanna tíma á markað í borginni Lahore sem er næsta stærsta borg landsins. Yfirvöld telja að þeir hafi verið fjarstýrðar.

Í morgun féllu hið minnsta 10 í sjálfsmorðsárás í borginni Peshawar í norðvesturhluta landsins. Tæplega 50 eru særðir.

Enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á hendur á sér. Undanfarin misseri hafa talibanar staðið fyrir fjölmörgum árásum víðsvegar um Pakistans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×