Umfjöllun: Grótta marði Víking í tvíframlengdum leik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. desember 2009 21:37 Anton Rúnarsson tryggði Gróttumönnum sigurinn í kvöld. Mynd/Stefán Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir. Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira