Umfjöllun: Grótta marði Víking í tvíframlengdum leik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. desember 2009 21:37 Anton Rúnarsson tryggði Gróttumönnum sigurinn í kvöld. Mynd/Stefán Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir. Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira