Erlent

Englar herja sem aldrei fyrr í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ekkert lát er á ófriði Vítisengla og glæpaklíka innflytjenda í Kaupmannahöfn og slær að jafnaði í brýnu fjórða hvern dag milli hópanna. Sex eru látnir og tæplega 60 særðir eftir átök undanfarinna vikna. Á mánudagskvöldið var tilraun gerð til þess að ráða Brian Sandberg, hátt settan Vítisengil, af dögum á veitingastað í Hellerup og slapp hann naumlega en lífvörður hans særðist. Átökin snúast um yfirráð markaða á sviði fíkniefnasölu, mansals og annarra auðgunarbrota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×