Enski boltinn

Sammy svarar fyrir Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sammy Lee
Sammy Lee Nordic Photos/Getty Images

Sammy Lee, aðstoðarmaður Rafa Benitez hjá Liverpool, hefur tekið upp hanskann fyrir Benitez gegn þeim Sir Alex Ferguson og Sam Allardyce. Tvíeykið hélt því fram að Benitez hefði sýnt Allardyce mikla vanvirðingu með handahreyfingum sínum er Liverpool lagði Blackburn.

„Allar handahreyfingar sem koma frá okkar bekk eru til okkar leikmanna en ekki til andstæðinganna," sagði Lee.

„Eitt sem ég get sagt með vissu er að Rafa er ekki hrokafullur maður. Ég er mjög hissa á því að Sam hafi ekki sagt neitt við mig þegar við fengum okkur drykk saman eftir leikinn.

Það minntist enginn á neitt og ég er viss um að ef óánægjan hefði verið mjög mikil hefðu menn sagt eitthvað. Við veltum okkur ekki upp úr þessu og horfum fram á veginn," sagði Sammy Lee.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×