Varnarleikurinn ekki til staðar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. apríl 2009 22:03 Einar Jónsson, þjálfari Fram, á leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Einar Jónsson þjálfari Fram var að vonum ósáttur við leik síns liðs eftir, 38-31, ósigurinn gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildarinnar. „Fyrri hálfleikur var alveg arfaslakur. Varnarlega vorum við ekki með. Það getur vel verið að það hafi komið losarabragur á leik okkar þar sem ég róteraði mikið í fyrri hálfleik en maður þarf að skoða þetta og fara yfir þetta." „Við skorum 31 mark sem er í góðu lagi en að fá á sig 38 mörk er allt of mikið og maður vinnur ekki leiki þar sem það gerist." Einar gaf ekki mikið fyrir þær pælingar að Fram hafi misst af gullnu tækifæri til að landa sigri í Mýrinni þar sem Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar tók út leikbann. „Mér fannst það ekki skipta máli. Sólveig stóð sig vel í markinu og varði nokkur dauðafæri. Ég spái ekkert í því hver sé í markinu hjá þeim. Það hefði engu skipt þó Florentina hefði verið í markinu í kvöld, við hefðum samt fengið 38 mörk á okkur. Það er það sem við þurfum fyrst og fremst að laga." Stjarnan náði góðri forystu strax í upphafi leiks og Fram þurfti því að elta allan leikinn og hafði ekki erindi sem erfiði. „Við förum með dýrmæt færi á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu upplögð færi snemma leiks og við nýttum okkar illa á meðan þær nýttu flestar sínar sóknir í hálfleiknum. Vörn og markvarsla var ekki til staðar hérna í dag hjá okkur," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Einar Jónsson þjálfari Fram var að vonum ósáttur við leik síns liðs eftir, 38-31, ósigurinn gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildarinnar. „Fyrri hálfleikur var alveg arfaslakur. Varnarlega vorum við ekki með. Það getur vel verið að það hafi komið losarabragur á leik okkar þar sem ég róteraði mikið í fyrri hálfleik en maður þarf að skoða þetta og fara yfir þetta." „Við skorum 31 mark sem er í góðu lagi en að fá á sig 38 mörk er allt of mikið og maður vinnur ekki leiki þar sem það gerist." Einar gaf ekki mikið fyrir þær pælingar að Fram hafi misst af gullnu tækifæri til að landa sigri í Mýrinni þar sem Florentina Stanciu markvörður Stjörnunnar tók út leikbann. „Mér fannst það ekki skipta máli. Sólveig stóð sig vel í markinu og varði nokkur dauðafæri. Ég spái ekkert í því hver sé í markinu hjá þeim. Það hefði engu skipt þó Florentina hefði verið í markinu í kvöld, við hefðum samt fengið 38 mörk á okkur. Það er það sem við þurfum fyrst og fremst að laga." Stjarnan náði góðri forystu strax í upphafi leiks og Fram þurfti því að elta allan leikinn og hafði ekki erindi sem erfiði. „Við förum með dýrmæt færi á upphafsmínútunum. Bæði lið fengu upplögð færi snemma leiks og við nýttum okkar illa á meðan þær nýttu flestar sínar sóknir í hálfleiknum. Vörn og markvarsla var ekki til staðar hérna í dag hjá okkur," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira