Enski boltinn

Voronin sagt að bíða eftir sínu tækifæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andryi Voronin í leik með Liverpool.
Andryi Voronin í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Umboðsmaður Andryi Voronin segir að leikmaðurinn hafi fengið þau skilaboð frá Rafa Benitez, stjóra Liverpool, að hann verði einfaldlega að bíða eftir sínu tækifæri.

Voronin var í láni hjá Herthu Berlín í Þýskalandi á síðasta tímabili þar sem hann þótti standa sig mjög vel. Félagið vildi halda honum í sínum röðum en hann ákvað frekar að fara aftur til Liverpool.

„Andriy hefur rætt stöðu sína við Rafa Benitez," sagði umboðsmaðurinn við enska fjölmiðla. „Stjórinn andmælir því ekki að hann sé í góðu formi en engu sð síður verði hann einfaldlega að bíða eftir sínu tækifæri."

Umboðsmaðurinn segir að Voronin hafi engan áhuga á að fara frá Liverpool þrátt fyrir að tækifærin hafi verið af skornum skammti. „Hann vill spila og sýna að hann geti reynst liðinu nytsamlegur. Hann hefur engan áhuga á að snúa aftur til Herthu. Það kemur ekki til greina."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.