Erlent

Islamistar eigna sér sprengjuárás

Óli Tynes skrifar
Tuttugu og sjö manns fórust í sprengjuárásinni.
Tuttugu og sjö manns fórust í sprengjuárásinni.

Islamistar hafa lýst sprengjuárás á rússneska farþegalest á hendur sér að sögn vefsíðu sem tengist uppreisnarmönnum í Tsjetseníu.

Tuttugu og sjö manns biðu bana og yfir eitthundrað slösuðust í árásinni á lest sem var á leið frá Moskvu til Pétursborgar síðastliðinn föstudag.

Á vefsíðunni sagði að það væru mest skriffinnar rússnesku ríkisstjórnarinnar sem notuðu þessa lest. Það hafi verið emírinn Dokku Umarov sem hafi fyrirskipað árásina.

Umarov er múslimaleiðtogi sem reynir að sameina hreyfingar múslima í norðurhéruðum Kákasus. Þar vill hann koma á sharia lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×