Erlent

Jakkafatamorðingjar salla niður vitni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ismael "El Mayo" Zambada stjórnar Sinaloa-hringnum.
Ismael "El Mayo" Zambada stjórnar Sinaloa-hringnum.

Tveir tilræðismenn, klæddir í dökk jakkaföt, skutu fyrrverandi mexíkóskan alríkislögreglumann til bana á Starbucks-kaffihúsi í Mexíkóborg í gær en lögreglumaðurinn var væntanlegt vitni í máli gegn Sinaloa-eiturlyfjahringnum sem hann sjálfur var handtekinn fyrir að starfa fyrir á síðasta ári. Þrátt fyrir að vitnisins væri vandlega gætt af lífvörðum tókst jakkafatamönnunum að skjóta það til bana og særa einn lífvarðanna alvarlega. Annað vitni í sama máli fannst myrt fyrir nokkrum dögum en yfirmaður Sinaloa, Ismael „El Mayo" Zambada, er talinn ganga hreint til verks við að ónýta dómsmálið fyrir saksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×