Erlent

Vandræði með Windows 7

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hugbúnaðarrisinn Microsoft rannsakar nú ábendingar um að tölvur margra notenda stýrikerfisins Windows 7 frjósi fyrirvaralaust þegar þeir skrá sig inn í kerfið. Tölvuskjárinn verði um leið alveg svartur og ekkert ráð tækt nema slökkva á tölvunni og reyna aftur. Ljóst er að vandamálið gæti náð til milljóna tölvunotenda um heim allan og grunar tæknimenn Microsoft að það tengist hugsanlega nýrri öryggisuppfærslu stýrikerfisins sem hleypt var af stokkunum á fimmtudaginn. Þeir vilja þó ekki slá því föstu en eru að kanna málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×