Lífið

Liam leikur í bíómynd

Liam gallagher Ætlar að leika í bíómynd.
Liam gallagher Ætlar að leika í bíómynd.

Oasis-stjarnan Liam Gallagher lætur til sín taka víðar en í tónlistinni um þessar mundir. Hann er með eigin fatalínu og hyggst nú reyna fyrir sér í kvikmyndaheiminum.

Liam hefur samþykkt að leika í kvikmynd sem byggð er á skáldsögu Kevins Sampson, Powder. Í henni segir af hljómsveit sem slær í gegn og togast inn í svallheim bransans með tilheyrandi kynlífshneykslum og eiturlyfjaneyslu.

Liam er um þessar mundir á tónleikaferðalagi með Oasis. Þegar þeim skyldum lýkur í ágúst hyggst hann fara að einbeita sér að kvikmyndinni. Ekki liggur enn fyrir hversu stórt hlutverk söngvarinn fær í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.