Framsókn til framtíðar 16. janúar 2009 05:00 Stjórnmálaflokkarnir eru ein meginstoð þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Því miður hefur það hins vegar gerst á síðustu áratugum að fólk hefur í minna mæli sinnt starfi innan stjórnmálaflokka en áður. Þetta hefur leitt til þess að færri einstaklingar taka ákvarðanir, marka stefnu og velja frambjóðendur en áður var. Áhugi fólks á stjórnmálum hefur samt sem áður ekki minnkað og við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu má búast við að fólk hafi meiri tíma og hvata til að taka þátt í stjórnmálastarfi. Vinnuhópur innan Sambands ungra framsóknarmanna hefur skilað af sér tillögum að framtíðarvinnubrögðum innan Framsóknarflokksins sem bera yfirskriftina „Framsókn til framtíðar". Í tillögum hópsins kemur m.a. fram að breytinga sé þörf á skipulagi stjórnmálaflokka á Íslandi og starfsháttum stjórnmálamanna. Tillögurnar ganga út á að auka lýðræði í Framsóknarflokknum, opna hann, auka sýnileika kjörinna fulltrúa og gera ákvarðanatökuferli enn gagnsærra. Það felast mikil sóknarfæri í skynsamri og öfgalausri stefnu Framsóknarflokksins á næstu árum ef ákveðið er að breyta rétt í samræmi við kröfur grasrótarinnar. Nú er tækifæri fyrir fólkið í landinu, og þá sérstaklega ungt fólk, til að láta í sér heyra. Taka þátt í pólitísku starfi og tryggja að stjórnmálamenn heyri þeirra raddir. Tækifæri til að endurvekja raunveruleg gildi stjórnmálanna sem eru traust og samvinna milli kjósenda og fulltrúa þeirra. Framsóknarflokkurinn var stofnaður utan um þær grunnhugsjónir sem drifu áfram samvinnuhreyfinguna og ungmennafélögin. Leitað er lausna á sameiginlegum viðfangsefnum samfélagsins með samvinnu og jöfnuð að leiðarljósi. Við þurfum á tímum sem þessum að leita til þess að endurvekja reisn flokksins með þessi grunnstef í forgrunni enda á frjálslynd félagshyggja ávallt við og hefur ekki beðið skipsbrot eins og þeir ismar sem hafa verið boðaðir á sitt hvorum væng pólitíska litrófsins. Það er hlutverk SUF sem samvisku flokksins að leiða flokkinn í rétta átt. Sú leið er mörkuð heiðarleika, samvinnu og velferð fyrir hinn almenna borgara. Taktu ábyrgð á þínu lífi og taktu ábyrgð á framtíð barna þinna. Taktu þátt í uppbyggingarstarfi Framsóknarflokksins. Sameinuð í samvinnu byggjum við upp betra Ísland. Bryndís er formaður Sambands ungra framsóknarmanna og Eggert er varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru ein meginstoð þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Því miður hefur það hins vegar gerst á síðustu áratugum að fólk hefur í minna mæli sinnt starfi innan stjórnmálaflokka en áður. Þetta hefur leitt til þess að færri einstaklingar taka ákvarðanir, marka stefnu og velja frambjóðendur en áður var. Áhugi fólks á stjórnmálum hefur samt sem áður ekki minnkað og við breyttar aðstæður í þjóðfélaginu má búast við að fólk hafi meiri tíma og hvata til að taka þátt í stjórnmálastarfi. Vinnuhópur innan Sambands ungra framsóknarmanna hefur skilað af sér tillögum að framtíðarvinnubrögðum innan Framsóknarflokksins sem bera yfirskriftina „Framsókn til framtíðar". Í tillögum hópsins kemur m.a. fram að breytinga sé þörf á skipulagi stjórnmálaflokka á Íslandi og starfsháttum stjórnmálamanna. Tillögurnar ganga út á að auka lýðræði í Framsóknarflokknum, opna hann, auka sýnileika kjörinna fulltrúa og gera ákvarðanatökuferli enn gagnsærra. Það felast mikil sóknarfæri í skynsamri og öfgalausri stefnu Framsóknarflokksins á næstu árum ef ákveðið er að breyta rétt í samræmi við kröfur grasrótarinnar. Nú er tækifæri fyrir fólkið í landinu, og þá sérstaklega ungt fólk, til að láta í sér heyra. Taka þátt í pólitísku starfi og tryggja að stjórnmálamenn heyri þeirra raddir. Tækifæri til að endurvekja raunveruleg gildi stjórnmálanna sem eru traust og samvinna milli kjósenda og fulltrúa þeirra. Framsóknarflokkurinn var stofnaður utan um þær grunnhugsjónir sem drifu áfram samvinnuhreyfinguna og ungmennafélögin. Leitað er lausna á sameiginlegum viðfangsefnum samfélagsins með samvinnu og jöfnuð að leiðarljósi. Við þurfum á tímum sem þessum að leita til þess að endurvekja reisn flokksins með þessi grunnstef í forgrunni enda á frjálslynd félagshyggja ávallt við og hefur ekki beðið skipsbrot eins og þeir ismar sem hafa verið boðaðir á sitt hvorum væng pólitíska litrófsins. Það er hlutverk SUF sem samvisku flokksins að leiða flokkinn í rétta átt. Sú leið er mörkuð heiðarleika, samvinnu og velferð fyrir hinn almenna borgara. Taktu ábyrgð á þínu lífi og taktu ábyrgð á framtíð barna þinna. Taktu þátt í uppbyggingarstarfi Framsóknarflokksins. Sameinuð í samvinnu byggjum við upp betra Ísland. Bryndís er formaður Sambands ungra framsóknarmanna og Eggert er varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun