Erlent

Til stóð að myrða Clinton 1996

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bill Clinton.
Bill Clinton.

Minnstu munaði að Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, hefði orðið fórnarlamb hryðjuverkaárásar árið 1996 þegar hann var í heimsókn á Filippseyjum. Þetta kemur fram í nýrri bók bandaríska lagaprófessorsins Ken Gormley, en hann fékk upplýsingar um málið frá fyrrverandi yfirmanni lífvarðar forsetans. Örfáum mínútum áður en bílalest forsetans átti að aka yfir brú í höfuðborginni Manila bárust upplýsingar um að sprengja væri fest undir brúna og var þá ekið aðra leið. Það fylgdi sögunni að Osama bin Laden sjálfur hefði skipulagt tilræðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×