Framtíðin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. október 2009 06:00 Þótt hugmyndafræðilegur ágreiningur sé í reynd minni en látið er í veðri vaka er hann eigi að síður til staðar. Hann kemur til að mynda fram í ólíkum hugmyndum til stóriðju. Þar greinir menn á um náttúruvernd en þó öllu meir um hlutverk erlendra fjárfesta í íslenskum þjóðarbúskap. Sú ólýðræðislega staða er uppi á teningnum að VG er eins og Þrándur í Götu þess að vilji meirihluta Alþingis fái notið sín á þessu sviði. Það gæti dregið endurreisnina á langinn. Þjóðin er að tapa á því að breiðara pólitískt samstarf fær ekki notið sín á þessu sviði. Annað dæmi um hugmyndafræðilegan ágreining lýtur að skattamálum. Þar ræður hugmyndafræði VG ferðinni. Hún mun leiða til þess að óhjákvæmileg ný tekjuöflun mun draga úr verðmætasköpun og hagvexti. Vera má að þarna endurspeglist fremur gamlar kreddur en bjargföst hugmyndafræði. Einu gildir. Þessi veruleiki seinkar endurbata í þjóðarbúskapnum og veikir vörnina fyrir norræna velferðarkerfið. Af þessu má draga lærdóm. Hann er fyrst og fremst sá að óskynsamlegt er að ala á hugmyndafræðilegum ágreiningi sem er ekki til staðar í þeim mæli sem haldið er fram. Að þessu þurfa forystumenn beggja megin víglínunnar að gæta. Sundurlyndið er skaðlegt við ríkjandi aðstæður. Kjarni málsins er sá að hugmyndafræðilegar forsendur eru fyrir breiðari pólitískri samvinnu. Hún mun skila meiri árangri. Hugmyndafræði framtíðarinnar er mikilvægari en skotgrafir fortíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Tengdar fréttir Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. 24. október 2009 06:00 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Þótt hugmyndafræðilegur ágreiningur sé í reynd minni en látið er í veðri vaka er hann eigi að síður til staðar. Hann kemur til að mynda fram í ólíkum hugmyndum til stóriðju. Þar greinir menn á um náttúruvernd en þó öllu meir um hlutverk erlendra fjárfesta í íslenskum þjóðarbúskap. Sú ólýðræðislega staða er uppi á teningnum að VG er eins og Þrándur í Götu þess að vilji meirihluta Alþingis fái notið sín á þessu sviði. Það gæti dregið endurreisnina á langinn. Þjóðin er að tapa á því að breiðara pólitískt samstarf fær ekki notið sín á þessu sviði. Annað dæmi um hugmyndafræðilegan ágreining lýtur að skattamálum. Þar ræður hugmyndafræði VG ferðinni. Hún mun leiða til þess að óhjákvæmileg ný tekjuöflun mun draga úr verðmætasköpun og hagvexti. Vera má að þarna endurspeglist fremur gamlar kreddur en bjargföst hugmyndafræði. Einu gildir. Þessi veruleiki seinkar endurbata í þjóðarbúskapnum og veikir vörnina fyrir norræna velferðarkerfið. Af þessu má draga lærdóm. Hann er fyrst og fremst sá að óskynsamlegt er að ala á hugmyndafræðilegum ágreiningi sem er ekki til staðar í þeim mæli sem haldið er fram. Að þessu þurfa forystumenn beggja megin víglínunnar að gæta. Sundurlyndið er skaðlegt við ríkjandi aðstæður. Kjarni málsins er sá að hugmyndafræðilegar forsendur eru fyrir breiðari pólitískri samvinnu. Hún mun skila meiri árangri. Hugmyndafræði framtíðarinnar er mikilvægari en skotgrafir fortíðarinnar.
Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. 24. október 2009 06:00
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar