Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Sjöfn Þórðardóttir skrifar 24. október 2009 06:00 Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun