Button: Sætasti sigurinn á árinu 26. apríl 2009 15:21 Jenson Button fagnaði þriðja sigrinum í fjórum mótum. mynd: getty images Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. "Það var mjög erfitt að komast framúr Lewis Hamilton, en hann gerði mistök í fyrsta hring þannig að ég náði að stinga mér framúr honum á beina kaflanum. Þessi framúrakstur tryggði mér í raun sigurinn í mótinu", sagði Button sem fór framúr Hamilton í fyrstu beygju, en hann var fjórði á ráslínu. Hann tíndi síðan Toyota ökumennina upp, hvern af öðrum og góð keppnisáætlun tryggði sigurinn. "Þessi sigur var sá besti í mótum ársins. Við vorum ekki með besta bílinn og vorum með mikið af motuðum hlutum í bílnum, sem hefði þurft að skipta um. Fyrsti hluti mótsins lagði grunn að því ég náði að vinna. Mér leist ekki á blikuna þegar við vorum í vandræðum vegna of mikils hita í tímatökunni. En liðið vann sitt verk og ég er stoltur af strákunum", sagði Button. Liðsmenn Brawn fjarlægðu hluta af yfirbyggingu bílsins fyrir keppnina, til að koma í veg fyrir að bíllinn ofhitnaði og það gerði gæfumuninn. Sjá tölfræði og fróðleik um mótið
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira