Lífið

Ilmur farin í hundana

Keypti sér hund Ilmur Kristjánsdóttir er orðin stoltur hundaeigandi, hún hefur eignast labrador-hvolp sem svarar nafninu „Snati“ en verður hugsanlega nefndur Garpur.
Keypti sér hund Ilmur Kristjánsdóttir er orðin stoltur hundaeigandi, hún hefur eignast labrador-hvolp sem svarar nafninu „Snati“ en verður hugsanlega nefndur Garpur. Mynd/Anton Brink

„Þetta er hvolpur, labrador-hvolpur," segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem er orðin stoltur hundaeigandi. Loðni ferfætlingurinn er hvers manns hugljúfi en Ilmur segist í raun ekki vita af hverju hún hafi ákveðið að festa kaup á þessu dýri. „Það kviknaði bara einhver sterk þörf, það var bara eitthvað sem sagði mér að þetta yrði ég að gera, svo ég ákvað bara að láta slag standa," útskýrir leikkonan.

Hundakaupin mæltust þó ekki vel fyrir hjá öllum því fjölmargir komu að máli við hana og ráðlögðu henni að kaupa sér ekki hund. „En þetta var allt saman fólk sem átti ekki hund, það hélt því fram fullum fetum að þessu fylgdi svo gríðarleg vinna og ég hefði bara engan tíma fyrir hundinn." Hins vegar snerist dæmið algjörlega við þegar Ilmur ræddi við hundaeigendur. „Þeir sögðu að þetta væri alveg yndislegt og ég ætti bara að láta slag standa." Auk þess er Ilmur á leið í sumarfrí og hyggst hún nýta það að einhverjum hluta til að ala hvolpinn upp. „Þetta er bara eins og barn, nema það kvartar ekki."

Leikkonan er enn ekki búin að nefna málleysingjann en hefur verið að máta nafnið Garp við hann. „Reyndar reisir hann sig upp þegar ég kalla „Snati" en við sjáum til hvernig þetta fer." - fgg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.