Verðum að semja upp á nýtt Sigurður Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2009 04:00 Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endanlega að jarða „þetta reddast" hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök. Í raun hafa aðalrökin verið að þetta verður bara að gera svo að við verðum ekki stimpluð sem vond þjóð og þetta muni alveg reddast. En mun þetta reddast? Af hverju mun það reddast? Hvaða forsendur eru á bak við það? Við getum vart framfleytt okkur í dag og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að mynda, hvað flytja margir af landi brott og hvaða áhrif hefur það? Eigum við virkilega að taka á okkur auknar byrðar án þess að kannaðar séu mögulegar leiðir til að losna úr hengingarólinni? Hvað gengur stjórnvöldum til? Það er ekki að undra þó að viðhorf stjórnarinnar vegna Icesave-málsins og gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leiði mann inn á þá braut hugsunar að hér sé verið að reyna að kaupa sér aðgöngumiða inn í ESB. Hvað annað liggur að baki? En stóra spurningin er: Hvað eigum við að gera í Icesave-málinu? Við getum ekki gengist undir þetta samkomulag, svo mikið er víst. Við værum að taka of mikla áhættu og það gæti hreinlega sent okkur út í skelfilegt skuldafen. Það er mér er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji taka þessa áhættu. Er það ekki að hluta til einmitt svona kæruleysi og hugarfar sem er búið að koma okkur í þessa stöðu? Það er líka niðurlægjandi fyrir íslenska þegna að horfa upp á stjórnvöld reyna að tjasla upp á samkomulag og setja ýmsa fyrirvara sem þau halda að Bretar og Hollendingar muni samþykkja. Hvaða veruleikafirring er í gangi? Af hverju ættu þeir að gera það? Við erum að brjóta samkomulag og breyta samningnum einhliða. Myndum við sætta okkur við slíkt framferði ef við setjum okkur í spor þeirra? Þetta er þvílík heimska að maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Því miður er staðan sú að það eina sem hægt er að gera er að virða ekki fyrra samkomulag, því áhættan er of mikil og líkurnar á brotlendingu okkar sem þjóðar eru of miklar. Síðan þarf að undirbúa nýjar samningaviðræður með faglegum hætti, fá viðeigandi aðila að borðinu aftur og ræða hlutina af fagmennsku og finna raunhæfar lausnir. Munum að það er líka ábyrgðarleysi að lofa skuldbindingum sem ekki er hægt að standa við. Við stöndum í milliríkjadeilum sem við leysum ekki ein og sér og við sem þjóð ráðum ekki einhliða lausn þessa máls. Þess vegna er fáránlegt að eyða öllu þessu púðri í að vera að sjóða saman einhverja fyrirvara og reyna að finna leiðir til að breyta samkomulaginu vegna Icesave. Ef við viljum breyta fyrra samkomulagi þá þarf að semja um það. Það þarf að kynna og útskýra stöðu okkar og semja upp á nýtt. Við þurfum að gera það faglega, sem þýðir að hagsmunir allra aðila eru hafðir í huga. Ekki bara hagsmunir erlendra þjóða, stofnana og fyrirtækja og heldur ekki bara hagsmunir okkar. Þetta er eina raunhæfa leiðin, því er nú verr og miður. Það er illa komið fyrir okkur en við megum ekki spila þannig úr spilunum að bjóða fólkinu í landinu upp á mun verri lífskjör en bjóðast annars staðar og við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að vera kúguð af neinum. Við verðum að fara fram á að semja upp á nýtt. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Erum við ekkert að læra af reynslunni? Eigum við ekki endanlega að jarða „þetta reddast" hugarfar? Það er búið að vera dapurt að horfa upp á stjórnvöld reyna að fá okkur á band Icesave-samkomulags án þess að færa fyrir því almennileg rök. Í raun hafa aðalrökin verið að þetta verður bara að gera svo að við verðum ekki stimpluð sem vond þjóð og þetta muni alveg reddast. En mun þetta reddast? Af hverju mun það reddast? Hvaða forsendur eru á bak við það? Við getum vart framfleytt okkur í dag og við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Til að mynda, hvað flytja margir af landi brott og hvaða áhrif hefur það? Eigum við virkilega að taka á okkur auknar byrðar án þess að kannaðar séu mögulegar leiðir til að losna úr hengingarólinni? Hvað gengur stjórnvöldum til? Það er ekki að undra þó að viðhorf stjórnarinnar vegna Icesave-málsins og gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum leiði mann inn á þá braut hugsunar að hér sé verið að reyna að kaupa sér aðgöngumiða inn í ESB. Hvað annað liggur að baki? En stóra spurningin er: Hvað eigum við að gera í Icesave-málinu? Við getum ekki gengist undir þetta samkomulag, svo mikið er víst. Við værum að taka of mikla áhættu og það gæti hreinlega sent okkur út í skelfilegt skuldafen. Það er mér er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji taka þessa áhættu. Er það ekki að hluta til einmitt svona kæruleysi og hugarfar sem er búið að koma okkur í þessa stöðu? Það er líka niðurlægjandi fyrir íslenska þegna að horfa upp á stjórnvöld reyna að tjasla upp á samkomulag og setja ýmsa fyrirvara sem þau halda að Bretar og Hollendingar muni samþykkja. Hvaða veruleikafirring er í gangi? Af hverju ættu þeir að gera það? Við erum að brjóta samkomulag og breyta samningnum einhliða. Myndum við sætta okkur við slíkt framferði ef við setjum okkur í spor þeirra? Þetta er þvílík heimska að maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Því miður er staðan sú að það eina sem hægt er að gera er að virða ekki fyrra samkomulag, því áhættan er of mikil og líkurnar á brotlendingu okkar sem þjóðar eru of miklar. Síðan þarf að undirbúa nýjar samningaviðræður með faglegum hætti, fá viðeigandi aðila að borðinu aftur og ræða hlutina af fagmennsku og finna raunhæfar lausnir. Munum að það er líka ábyrgðarleysi að lofa skuldbindingum sem ekki er hægt að standa við. Við stöndum í milliríkjadeilum sem við leysum ekki ein og sér og við sem þjóð ráðum ekki einhliða lausn þessa máls. Þess vegna er fáránlegt að eyða öllu þessu púðri í að vera að sjóða saman einhverja fyrirvara og reyna að finna leiðir til að breyta samkomulaginu vegna Icesave. Ef við viljum breyta fyrra samkomulagi þá þarf að semja um það. Það þarf að kynna og útskýra stöðu okkar og semja upp á nýtt. Við þurfum að gera það faglega, sem þýðir að hagsmunir allra aðila eru hafðir í huga. Ekki bara hagsmunir erlendra þjóða, stofnana og fyrirtækja og heldur ekki bara hagsmunir okkar. Þetta er eina raunhæfa leiðin, því er nú verr og miður. Það er illa komið fyrir okkur en við megum ekki spila þannig úr spilunum að bjóða fólkinu í landinu upp á mun verri lífskjör en bjóðast annars staðar og við eigum heldur aldrei að sætta okkur við að vera kúguð af neinum. Við verðum að fara fram á að semja upp á nýtt. Höfundur er háskólakennari með leiðtogafræði og stjórnun sem sérsvið.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun