Forræðismál úr höndum utanríkisráðuneytis 12. ágúst 2009 05:45 Borghildur Guðmundsdóttir Utanríkisráðuneytið getur ekkert aðhafst í máli Borghildar Guðmundsdóttur, sem hefur verið gert að halda til Bandaríkjanna með syni sína tvo. Þetta segir Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri í ráðuneytinu. Borghildur leitaði liðsinnis ráðuneytisins vegna málsins en var vísað áfram til dómsmálaráðuneytisins, úr því að íslenskir dómstólar höfðu þegar dæmt henni í óhag. Kristín bendir hins vegar á að almennt aðstoði sendiráð og ræðismenn Íslendinga ef þeir lenda í kröggum erlendis og veiti þeim að minnsta kosti ráðgjöf. Héraðsdómur úrskurðaði að Borghildur skyldi fara með syni sína tvo til Bandaríkjanna á sunnudag þar sem faðir drengjanna vill höfða forræðismál þar ytra. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð fyrir viku. Borghildur segir viðbúið að hún þurfi að skilja syni sína eftir hjá manninum, enda hafi hún hvorki atvinnu- né dvalarleyfi í Bandaríkjunum og megi því ekki vera þar lengur en í þrjá mánuði. Hins vegar muni málið líklega taka mun lengri tíma. Hún segist hins vegar ekki geta hugsað sér að skilja börnin eftir hjá föðurnum, enda hafi hann ekki séð börnin í hálft annað ár. Borghildur fékk í gær lögfræðing í Bandaríkjunum. „Ég á pantaðan tíma þar á mánudaginn klukkan eitt." Hún segist þurfa að vinna með það í huga að vera á leiðinni út fyrir sunnudag, þó hún vonist enn til þess að það geti breyst. Hún segir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur ómetanlegan. „Það eru ekki til orð til að lýsa því hversu þakklát ég er. Þetta er það sem heldur manni gangandi." Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið getur ekkert aðhafst í máli Borghildar Guðmundsdóttur, sem hefur verið gert að halda til Bandaríkjanna með syni sína tvo. Þetta segir Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri í ráðuneytinu. Borghildur leitaði liðsinnis ráðuneytisins vegna málsins en var vísað áfram til dómsmálaráðuneytisins, úr því að íslenskir dómstólar höfðu þegar dæmt henni í óhag. Kristín bendir hins vegar á að almennt aðstoði sendiráð og ræðismenn Íslendinga ef þeir lenda í kröggum erlendis og veiti þeim að minnsta kosti ráðgjöf. Héraðsdómur úrskurðaði að Borghildur skyldi fara með syni sína tvo til Bandaríkjanna á sunnudag þar sem faðir drengjanna vill höfða forræðismál þar ytra. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð fyrir viku. Borghildur segir viðbúið að hún þurfi að skilja syni sína eftir hjá manninum, enda hafi hún hvorki atvinnu- né dvalarleyfi í Bandaríkjunum og megi því ekki vera þar lengur en í þrjá mánuði. Hins vegar muni málið líklega taka mun lengri tíma. Hún segist hins vegar ekki geta hugsað sér að skilja börnin eftir hjá föðurnum, enda hafi hann ekki séð börnin í hálft annað ár. Borghildur fékk í gær lögfræðing í Bandaríkjunum. „Ég á pantaðan tíma þar á mánudaginn klukkan eitt." Hún segist þurfa að vinna með það í huga að vera á leiðinni út fyrir sunnudag, þó hún vonist enn til þess að það geti breyst. Hún segir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur ómetanlegan. „Það eru ekki til orð til að lýsa því hversu þakklát ég er. Þetta er það sem heldur manni gangandi."
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira