Virðisaukaskatt á fólksflutninga 12. desember 2009 06:00 Þegar lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt voru lögfest á Alþingi Íslendinga var þeim ætlað að leysa af hólmi lög um söluskatt sem höfðu verið í gildi síðan 1960. Í athugasemdum með lögunum voru ein rökin fyrir upptöku á virðisaukaskatti í stað þágildandi söluskattslaga að uppsöfnun á söluskatti átti sér stað sem raskaði með ófyrirsjáanlegum hætti samkeppnisstöðu einstakra atvinnugreina. Með tilkomu virðisaukaskattskerfisins átti virðisaukaskattur að eyða sjálfkrafa flestum göllum söluskattskerfisins. Virðisaukaskatturinn átti að vera hlutlaus gagnvart atvinnulífinu og einstökum greinum þess. Tilkoma hans átti hvorki að ívilna né íþyngja einstökum greinum atvinnulífsins. Frá því að virðisaukaskatturinn var lögfestur hafa fólksflutningar verið undanþegnir. Þeir sem stunda fólksflutninga njóta því ekki þeirra tilætluðu kosta sem virðisaukaskatturinn átti að hafa á atvinnulífið, þ.e. að hann safnist ekki upp. Fólksflutningafyrirtæki (rútufyrirtæki) kaupa mikið magn af eldsneyti, olíum og öðrum aðföngum; allt ber þetta virðisaukaskatt sem safnast upp hjá fyrirtækjunum. Þó er að finna undanþágu frá þessu í reglugerð nr. 686/2005, um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða. Geta fyrirtæki sem hafa leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni sótt um endurgreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en þau eru að viðkomandi hópbifreið verður að vera nýskráð á tilteknu tímabili ásamt því að uppfylla EURO-mengunarstaðal Evrópusambandsins. Hefur þetta leitt til þess að meðalaldur fólksflutningabifreiða Íslendinga hefur lækkað umtalsvert. Á 116. löggjafarþingi 1992 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að taka upp nýtt skattþrep sem og fækka þeim undanþágum sem voru í gildi. Þetta nýja skattþrep átti að bera 14% virðisaukaskatt og átti að leggjast meðal annars á ferðaþjónustu, þ.e. hótelgistingu og fólksflutninga að frátöldum leiguakstri fólksbifreiða. Rökin fyrir því að gera fólksflutninga skattskylda voru meðal annars að fólksflutningar væru skattlagðir víða í OECD-ríkjunum. Þetta átti að koma til framkvæmda 1. janúar 1994 en einhverra hluta vegna var horfið frá því að þetta tæki gildi vegna fólksflutninga. Mikið er um undirboð í greininni og geta fyrirtæki skýlt sér á bak við það að ekki er greiddur virðisaukaskattur af þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á og því er lítið sem ekkert eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja. Er slíkt athæfi til þess eins að verða sér úti um skyndihagnað og eru mýmörg dæmi þess að þeir sem stundi slíkt undirboð stundi líka kennitöluflakk. Endar þetta óhjákvæmilega með því að þjóðfélagið þarf að blæða fyrir þessa gjörninga. Í greinargerð með lögunum segir að með innheimtu á virðisaukaskatti felist ákveðið sjálfvirkt öryggi þar sem greiddur skattur komi til frádráttar innheimtum skatti hjá öllum öðrum en endanlegum neytanda. Með þessu myndi undandráttur minnka þar sem sá sem dregur veltu undan virðisaukaskatti kemst ekki hjá því að greiða skatt sjálfur af aðföngum sínum. Með því að leggja virðisaukaskatt á fólksflutninga er komið í veg fyrir þá uppsöfnun sem á sér stað ásamt því að eftirlit með þessari starfsemi myndi aukast til muna. Væru fólksflutningar settir í lægra skattþrepið eins og lagt var upp með í þingsályktunartillögunni, þ.e. 7%, þyrftu fyrirtækin ekki að hækka gjaldskrá sína þar sem sá innskattur sem hlýst af kaupum á aðföngum gengi upp í innheimtan útskatt. Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt voru lögfest á Alþingi Íslendinga var þeim ætlað að leysa af hólmi lög um söluskatt sem höfðu verið í gildi síðan 1960. Í athugasemdum með lögunum voru ein rökin fyrir upptöku á virðisaukaskatti í stað þágildandi söluskattslaga að uppsöfnun á söluskatti átti sér stað sem raskaði með ófyrirsjáanlegum hætti samkeppnisstöðu einstakra atvinnugreina. Með tilkomu virðisaukaskattskerfisins átti virðisaukaskattur að eyða sjálfkrafa flestum göllum söluskattskerfisins. Virðisaukaskatturinn átti að vera hlutlaus gagnvart atvinnulífinu og einstökum greinum þess. Tilkoma hans átti hvorki að ívilna né íþyngja einstökum greinum atvinnulífsins. Frá því að virðisaukaskatturinn var lögfestur hafa fólksflutningar verið undanþegnir. Þeir sem stunda fólksflutninga njóta því ekki þeirra tilætluðu kosta sem virðisaukaskatturinn átti að hafa á atvinnulífið, þ.e. að hann safnist ekki upp. Fólksflutningafyrirtæki (rútufyrirtæki) kaupa mikið magn af eldsneyti, olíum og öðrum aðföngum; allt ber þetta virðisaukaskatt sem safnast upp hjá fyrirtækjunum. Þó er að finna undanþágu frá þessu í reglugerð nr. 686/2005, um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða. Geta fyrirtæki sem hafa leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni sótt um endurgreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en þau eru að viðkomandi hópbifreið verður að vera nýskráð á tilteknu tímabili ásamt því að uppfylla EURO-mengunarstaðal Evrópusambandsins. Hefur þetta leitt til þess að meðalaldur fólksflutningabifreiða Íslendinga hefur lækkað umtalsvert. Á 116. löggjafarþingi 1992 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að taka upp nýtt skattþrep sem og fækka þeim undanþágum sem voru í gildi. Þetta nýja skattþrep átti að bera 14% virðisaukaskatt og átti að leggjast meðal annars á ferðaþjónustu, þ.e. hótelgistingu og fólksflutninga að frátöldum leiguakstri fólksbifreiða. Rökin fyrir því að gera fólksflutninga skattskylda voru meðal annars að fólksflutningar væru skattlagðir víða í OECD-ríkjunum. Þetta átti að koma til framkvæmda 1. janúar 1994 en einhverra hluta vegna var horfið frá því að þetta tæki gildi vegna fólksflutninga. Mikið er um undirboð í greininni og geta fyrirtæki skýlt sér á bak við það að ekki er greiddur virðisaukaskattur af þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á og því er lítið sem ekkert eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja. Er slíkt athæfi til þess eins að verða sér úti um skyndihagnað og eru mýmörg dæmi þess að þeir sem stundi slíkt undirboð stundi líka kennitöluflakk. Endar þetta óhjákvæmilega með því að þjóðfélagið þarf að blæða fyrir þessa gjörninga. Í greinargerð með lögunum segir að með innheimtu á virðisaukaskatti felist ákveðið sjálfvirkt öryggi þar sem greiddur skattur komi til frádráttar innheimtum skatti hjá öllum öðrum en endanlegum neytanda. Með þessu myndi undandráttur minnka þar sem sá sem dregur veltu undan virðisaukaskatti kemst ekki hjá því að greiða skatt sjálfur af aðföngum sínum. Með því að leggja virðisaukaskatt á fólksflutninga er komið í veg fyrir þá uppsöfnun sem á sér stað ásamt því að eftirlit með þessari starfsemi myndi aukast til muna. Væru fólksflutningar settir í lægra skattþrepið eins og lagt var upp með í þingsályktunartillögunni, þ.e. 7%, þyrftu fyrirtækin ekki að hækka gjaldskrá sína þar sem sá innskattur sem hlýst af kaupum á aðföngum gengi upp í innheimtan útskatt. Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun