Virðisaukaskatt á fólksflutninga 12. desember 2009 06:00 Þegar lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt voru lögfest á Alþingi Íslendinga var þeim ætlað að leysa af hólmi lög um söluskatt sem höfðu verið í gildi síðan 1960. Í athugasemdum með lögunum voru ein rökin fyrir upptöku á virðisaukaskatti í stað þágildandi söluskattslaga að uppsöfnun á söluskatti átti sér stað sem raskaði með ófyrirsjáanlegum hætti samkeppnisstöðu einstakra atvinnugreina. Með tilkomu virðisaukaskattskerfisins átti virðisaukaskattur að eyða sjálfkrafa flestum göllum söluskattskerfisins. Virðisaukaskatturinn átti að vera hlutlaus gagnvart atvinnulífinu og einstökum greinum þess. Tilkoma hans átti hvorki að ívilna né íþyngja einstökum greinum atvinnulífsins. Frá því að virðisaukaskatturinn var lögfestur hafa fólksflutningar verið undanþegnir. Þeir sem stunda fólksflutninga njóta því ekki þeirra tilætluðu kosta sem virðisaukaskatturinn átti að hafa á atvinnulífið, þ.e. að hann safnist ekki upp. Fólksflutningafyrirtæki (rútufyrirtæki) kaupa mikið magn af eldsneyti, olíum og öðrum aðföngum; allt ber þetta virðisaukaskatt sem safnast upp hjá fyrirtækjunum. Þó er að finna undanþágu frá þessu í reglugerð nr. 686/2005, um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða. Geta fyrirtæki sem hafa leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni sótt um endurgreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en þau eru að viðkomandi hópbifreið verður að vera nýskráð á tilteknu tímabili ásamt því að uppfylla EURO-mengunarstaðal Evrópusambandsins. Hefur þetta leitt til þess að meðalaldur fólksflutningabifreiða Íslendinga hefur lækkað umtalsvert. Á 116. löggjafarþingi 1992 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að taka upp nýtt skattþrep sem og fækka þeim undanþágum sem voru í gildi. Þetta nýja skattþrep átti að bera 14% virðisaukaskatt og átti að leggjast meðal annars á ferðaþjónustu, þ.e. hótelgistingu og fólksflutninga að frátöldum leiguakstri fólksbifreiða. Rökin fyrir því að gera fólksflutninga skattskylda voru meðal annars að fólksflutningar væru skattlagðir víða í OECD-ríkjunum. Þetta átti að koma til framkvæmda 1. janúar 1994 en einhverra hluta vegna var horfið frá því að þetta tæki gildi vegna fólksflutninga. Mikið er um undirboð í greininni og geta fyrirtæki skýlt sér á bak við það að ekki er greiddur virðisaukaskattur af þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á og því er lítið sem ekkert eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja. Er slíkt athæfi til þess eins að verða sér úti um skyndihagnað og eru mýmörg dæmi þess að þeir sem stundi slíkt undirboð stundi líka kennitöluflakk. Endar þetta óhjákvæmilega með því að þjóðfélagið þarf að blæða fyrir þessa gjörninga. Í greinargerð með lögunum segir að með innheimtu á virðisaukaskatti felist ákveðið sjálfvirkt öryggi þar sem greiddur skattur komi til frádráttar innheimtum skatti hjá öllum öðrum en endanlegum neytanda. Með þessu myndi undandráttur minnka þar sem sá sem dregur veltu undan virðisaukaskatti kemst ekki hjá því að greiða skatt sjálfur af aðföngum sínum. Með því að leggja virðisaukaskatt á fólksflutninga er komið í veg fyrir þá uppsöfnun sem á sér stað ásamt því að eftirlit með þessari starfsemi myndi aukast til muna. Væru fólksflutningar settir í lægra skattþrepið eins og lagt var upp með í þingsályktunartillögunni, þ.e. 7%, þyrftu fyrirtækin ekki að hækka gjaldskrá sína þar sem sá innskattur sem hlýst af kaupum á aðföngum gengi upp í innheimtan útskatt. Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt voru lögfest á Alþingi Íslendinga var þeim ætlað að leysa af hólmi lög um söluskatt sem höfðu verið í gildi síðan 1960. Í athugasemdum með lögunum voru ein rökin fyrir upptöku á virðisaukaskatti í stað þágildandi söluskattslaga að uppsöfnun á söluskatti átti sér stað sem raskaði með ófyrirsjáanlegum hætti samkeppnisstöðu einstakra atvinnugreina. Með tilkomu virðisaukaskattskerfisins átti virðisaukaskattur að eyða sjálfkrafa flestum göllum söluskattskerfisins. Virðisaukaskatturinn átti að vera hlutlaus gagnvart atvinnulífinu og einstökum greinum þess. Tilkoma hans átti hvorki að ívilna né íþyngja einstökum greinum atvinnulífsins. Frá því að virðisaukaskatturinn var lögfestur hafa fólksflutningar verið undanþegnir. Þeir sem stunda fólksflutninga njóta því ekki þeirra tilætluðu kosta sem virðisaukaskatturinn átti að hafa á atvinnulífið, þ.e. að hann safnist ekki upp. Fólksflutningafyrirtæki (rútufyrirtæki) kaupa mikið magn af eldsneyti, olíum og öðrum aðföngum; allt ber þetta virðisaukaskatt sem safnast upp hjá fyrirtækjunum. Þó er að finna undanþágu frá þessu í reglugerð nr. 686/2005, um tímabundna endurgreiðslu 2/3 hluta virðisaukaskatts vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða. Geta fyrirtæki sem hafa leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni sótt um endurgreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum en þau eru að viðkomandi hópbifreið verður að vera nýskráð á tilteknu tímabili ásamt því að uppfylla EURO-mengunarstaðal Evrópusambandsins. Hefur þetta leitt til þess að meðalaldur fólksflutningabifreiða Íslendinga hefur lækkað umtalsvert. Á 116. löggjafarþingi 1992 var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að taka upp nýtt skattþrep sem og fækka þeim undanþágum sem voru í gildi. Þetta nýja skattþrep átti að bera 14% virðisaukaskatt og átti að leggjast meðal annars á ferðaþjónustu, þ.e. hótelgistingu og fólksflutninga að frátöldum leiguakstri fólksbifreiða. Rökin fyrir því að gera fólksflutninga skattskylda voru meðal annars að fólksflutningar væru skattlagðir víða í OECD-ríkjunum. Þetta átti að koma til framkvæmda 1. janúar 1994 en einhverra hluta vegna var horfið frá því að þetta tæki gildi vegna fólksflutninga. Mikið er um undirboð í greininni og geta fyrirtæki skýlt sér á bak við það að ekki er greiddur virðisaukaskattur af þeirri þjónustu sem þeir bjóða upp á og því er lítið sem ekkert eftirlit með starfsemi þessara fyrirtækja. Er slíkt athæfi til þess eins að verða sér úti um skyndihagnað og eru mýmörg dæmi þess að þeir sem stundi slíkt undirboð stundi líka kennitöluflakk. Endar þetta óhjákvæmilega með því að þjóðfélagið þarf að blæða fyrir þessa gjörninga. Í greinargerð með lögunum segir að með innheimtu á virðisaukaskatti felist ákveðið sjálfvirkt öryggi þar sem greiddur skattur komi til frádráttar innheimtum skatti hjá öllum öðrum en endanlegum neytanda. Með þessu myndi undandráttur minnka þar sem sá sem dregur veltu undan virðisaukaskatti kemst ekki hjá því að greiða skatt sjálfur af aðföngum sínum. Með því að leggja virðisaukaskatt á fólksflutninga er komið í veg fyrir þá uppsöfnun sem á sér stað ásamt því að eftirlit með þessari starfsemi myndi aukast til muna. Væru fólksflutningar settir í lægra skattþrepið eins og lagt var upp með í þingsályktunartillögunni, þ.e. 7%, þyrftu fyrirtækin ekki að hækka gjaldskrá sína þar sem sá innskattur sem hlýst af kaupum á aðföngum gengi upp í innheimtan útskatt. Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun