Orð og ábyrgð 12. mars 2009 06:00 Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 328/2008 voru aðdróttanir um Ásgeir Þór Davíðsson dæmdar dauðar og ómerkar. Blaðamaðurinn, nafngreindur höfundur viðtalsins, var dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar. Þá var Vikunni gert að birta forsendur og dómsorð í næsta tölublaði tímaritsins. Haldið hefur verið fram að þessi dómur hefti fjölmiðla, skapi réttaróvissu hjá blaðamönnum og leiði til breytinga á starfsumhverfi þeirra. Þá hefur verið fullyrt að dómurinn breyti skýrri réttarvenju. Það er rangt. Dómurinn byggir á skýru lagaákvæði og er í samræmi við fyrri dómaframkvæmd. Í 61. gr. stjórnarskrárinnar segir að dómendur skuli fara einungis eftir lögum. Í 2. mgr. 15. gr. prentlaga segir að höfundur beri ábyrgð á efni hafi hann nafngreint sig. Með vísan til þess komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að blaðamaðurinn bæri ábyrgð á aðdróttunum um Ásgeir Þór. Ábyrgð blaðamannsins er grundvölluð á settri lagareglu sem staðið hefur óbreytt í íslenskum rétti í meira en fimmtíu ár. Dómurinn leiðir því ekki til réttaróvissu fyrir blaðamenn. Þvert á móti er réttarstaðan skýr. Blaðamaður ber ábyrgð á skrifum sínum eftir prentlögum ef hann nafngreinir sig með fullu nafni. Ef nafngreiningin er ekki fullnægjandi þá liggur ábyrgðin hjá ritstjóra eða útgefanda. Engin rök standa því til þess að dómur Hæstaréttar leggi ný höft á fjölmiðla og blaðamenn. Blaðamenn geta eftir sem áður notað stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi að vild. Þeir þurfa hins vegar að ábyrgjast skrif sín fyrir dómi ef þau brjóta gegn lagareglum um æruvernd eða friðhelgi einkalífs. Sú var niðurstaðan í dómi Hæstaréttar þar sem blaðamaðurinn fullyrti í skrifum sínum að Ásgeir Þór hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þessar fullyrðingar blaðamannsins, sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum, voru ekki taldar rúmast innan 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Þess vegna voru ummælin dæmd dauð og ómerk og blaðamaðurinn dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar. Höfundur er héraðsdómslögmaður og flutti málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 328/2008 voru aðdróttanir um Ásgeir Þór Davíðsson dæmdar dauðar og ómerkar. Blaðamaðurinn, nafngreindur höfundur viðtalsins, var dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar. Þá var Vikunni gert að birta forsendur og dómsorð í næsta tölublaði tímaritsins. Haldið hefur verið fram að þessi dómur hefti fjölmiðla, skapi réttaróvissu hjá blaðamönnum og leiði til breytinga á starfsumhverfi þeirra. Þá hefur verið fullyrt að dómurinn breyti skýrri réttarvenju. Það er rangt. Dómurinn byggir á skýru lagaákvæði og er í samræmi við fyrri dómaframkvæmd. Í 61. gr. stjórnarskrárinnar segir að dómendur skuli fara einungis eftir lögum. Í 2. mgr. 15. gr. prentlaga segir að höfundur beri ábyrgð á efni hafi hann nafngreint sig. Með vísan til þess komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að blaðamaðurinn bæri ábyrgð á aðdróttunum um Ásgeir Þór. Ábyrgð blaðamannsins er grundvölluð á settri lagareglu sem staðið hefur óbreytt í íslenskum rétti í meira en fimmtíu ár. Dómurinn leiðir því ekki til réttaróvissu fyrir blaðamenn. Þvert á móti er réttarstaðan skýr. Blaðamaður ber ábyrgð á skrifum sínum eftir prentlögum ef hann nafngreinir sig með fullu nafni. Ef nafngreiningin er ekki fullnægjandi þá liggur ábyrgðin hjá ritstjóra eða útgefanda. Engin rök standa því til þess að dómur Hæstaréttar leggi ný höft á fjölmiðla og blaðamenn. Blaðamenn geta eftir sem áður notað stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi að vild. Þeir þurfa hins vegar að ábyrgjast skrif sín fyrir dómi ef þau brjóta gegn lagareglum um æruvernd eða friðhelgi einkalífs. Sú var niðurstaðan í dómi Hæstaréttar þar sem blaðamaðurinn fullyrti í skrifum sínum að Ásgeir Þór hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þessar fullyrðingar blaðamannsins, sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum, voru ekki taldar rúmast innan 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Þess vegna voru ummælin dæmd dauð og ómerk og blaðamaðurinn dæmdur til greiðslu miskabóta og málskostnaðar. Höfundur er héraðsdómslögmaður og flutti málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun