Innlent

Peningadrusluaumingjar! - við komum aftur!

Lögreglan er að leggja til atlögu. Mynd/ Sigurjón.
Lögreglan er að leggja til atlögu. Mynd/ Sigurjón.
„Peningadrusluaumingjar! Þið getið bara hætt og farið. Við komum bara aftur og aftur.". Þetta sagði einn hústökumanna við Vatnsstíg nú fyrir stundu þar sem lögreglan er við það að brjóta sér leið inn í húsið. „Við komum hingað til að gefa húsinu líf og svona komið þið fram við okkur," kallaði annar hústökumaður út um glugga á efri hæð hússins.

Mikill viðbúnaður er á staðnum, að sögn fréttamanns Stöðvar 2 og Vísis, sem er á staðnum og líklega hátt í tuttugu lögreglumenn ásamt slökkviliðs- og sjúkrabíll.

Búið er að girða svæðið í kringum húsið af. Lögreglan notar sög og önnur verkfæri til þess að reyna að brjóta sér leið inn í húsið og er að brjóta núna út rúðu og rífa út heilan glugga í húsinu sem snýr út að Vatnsstíg.

Lögreglumaður á vettvangi sagði aðspurður um tilgang aðgerðanna að borist hefði kæra frá eigendum hússins fyrir húsbrot. Slíkt væri brot á almennum hegningalögum. Aðspurð segist lögregla ekki geta sagt til um hvort beitt yrði táragasi eða piparúða gegn hústökufólkinu en gefur ekkert upp um fyrirætlanir sínar. Nokkur mannfjöldi hefur safnast saman við húsið og fylgist með bæði Hverfisgötu og laugavegsmegin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×