Erlent

Bandaríkjaforseti vill bregðast skjótt við atvinnuleysinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama vill bregðast skjótt við. Mynd/ AP
Barack Obama vill bregðast skjótt við. Mynd/ AP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að bregðast skjótt við til þess að takast á við atvinnuleysi. Hann segir hins vegar að stjórnvöld hafi takmörkað fjármagn til þess að skapa störf.

„Við getum ekki hallað okkur aftur og vonað bara það besta," sagði Obama í Hvíta húsinu í dag. „Ég hef engan áhuga á því að taka einhverja bíðum og sjáum nálgun á þetta," sagði Obama.

Obama er það hins vegar ljóst að ríkisvaldið í Bandaríkjunum hefur enga burði til þess að ráðast í milljarða dala atvinnuátak því halli er á fjárlögum ríkisins. „Samdrátturinn hefur gert þetta ástand verra. Við getum ekki tekið einhverjar illa ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þótt fyrirætlanir okkar séu góðar," sagði Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×