Lífið

Framhaldslíf á kreppumarkaði

Hægt er að gera kjarakaup á Kreppumarkaðinum.mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Hægt er að gera kjarakaup á Kreppumarkaðinum.mynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Við opnuðum í október í fyrra og ætluðum þá bara að reka þetta í stuttan tíma, ég var atvinnulaus og vildi finna mér eitthvað að gera. Svo hefur þetta bara gengið svona glimrandi vel og við erum enn að," segir Helga Dís Gísladóttir, sem rekur Kreppumarkaðinn í Vestmannaeyjum ásamt Guðrúnu Steinunni Guðmundsdóttur.

Kreppumarkaðurinn er opinn frá fimmtudegi til sunnudags og rennur hluti ágóðans til styrktar Björgunarsveit Vestmannaeyja. „Fólk kemur annaðhvort með hlutinn hingað til okkar eða við sækjum hann til þess. Við erum með allt frá bollum og kertastjökum til stærri húsgagna og einnig eitthvað af fötum. Fólk hefur tekið mjög vel í þetta og hingað koma jafnt Eyjamenn sem og íslenskir og erlendir ferðamenn." Að sögn Helgu Dísar gengur reksturinn ágætlega og finnst henni nauðsynlegt að hafa flóamarkað í hverju bæjarfélagi. „Mér finnst að það ætti að vera kreppumarkaður í hverju bæjarfélagi; flíkur og mublur geta alltaf átt framhaldslíf. Það eru svo margir sem hafa gaman af því að gramsa og gera góð kaup," segir Helga Dís og bætir því við þær stöllur ætla að halda áfram með markaðinn svo lengi sem þær eigi fyrir leigunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.