Lífið

Óljóst hver fær forræði yfir börnunum

Óljóst er hver fær forræði yfir þremur börnum Michael Jacksons en móðir hans og barnsmóðir óskuðu eftir því í gær að málsferðinni yrði frestað. Dómari varð við beiðninni og verður málið tekið fyrir eftir helgi.

Móðir hans, Katherine, fer tímabundið með forræði yfir börnunum sem eru á aldrinum 7 til 12 ára. Tvö þeirra, Prince Michael og Paris Michael Katherine, átti Michael með Deborah Rowe. Prince Michael II er yngstur systkinanna en ekki er vitað hver er móðir hans.

Michael gerði erfðaskrá árið 2002. Í henni kemur fram að söngvarinn vildi arfleiða móður sína og þrjú börn að öllum sínum eignum. Þar kom einnig fram að Michael vildi að söngkonan Diana Ross fengi forræði yfir börnum að sér látnum ef Katherine gæti af einhverjum orsökum ekki tekið hlutverkið að sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.