Erlent

Mega gefa beinar skipanir um minni losun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna hefur verið veitt heimild til að gefa út tilskipanir um minnkaða losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum án þess að hún þurfi að hafa samráð við þingið. Bandarísk stjórnvöld gáfu í gær út yfirlýsingu um að sannað teldist að lofttegundirnar væru skaðlegar heilsu manna og veittu stofnuninni um leið téða heimild. Yfirlýsingin mun að öllum líkindum veita Barack Obama Bandaríkjaforseta byr í seglin þegar hann heimsækir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×