Af launaþróun og skattpíningu Karólína Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2009 06:00 Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn á launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað ellefufallt í launum. Ekki kemur fram hvað lægstu launin hafa hækkað mikið á tímabilinu en mér þykir líklegt að þau hafa u.þ.b. tvöfaldast. Þá sýna niðurstöðurnar að 10% Íslendinga tók 25% allra tekna í upphafi tímabilsins en 40% í lok tímabilsins. Þessar niðurstöður eru ólíðandi og sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.Dulbúin skattpíningEn það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað þetta óeðlilega launaumhverfi í sinni valdatíð heldur afnam hann hátekjuskatt með öllu. Með þeim aðgerðum vann hann enn frekar að launamisréttinu. En það var ekki það eina sem gerðist. Með afnámi hátekjuskatts varð ríkissjóður af tekjum og vinna þurfti upp það tekjutap. Mörgum má vera ljóst að það var gert með aukinni gjaldheimtu og álögum hvort sem um var að ræða í almannaþjónustu eða annars staðar.Færri gera sér þó grein fyrir að þetta hefur komið verst niður á þeim sem lágar hafa tekjurnar og þurfa nú að greiða meira af lágum launum sínum fyrir nauðsynlega þjónustu. Aukin gjaldtaka og álögur eru náttúrulega ekkert annað en dulbúin skattlagning. Það má því færa rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blákalt lagt á lágtekjuskatt í sinni valdatíð, þar sem lágtekjufólk borgar hlutfallslega miklu meira en hálaunafólk af tekjum sínum fyrir þjónustu á vegum ríkisins.Leiðrétting á launamisréttiVinstri græn hafa einn flokka komið með raunhæfar hugmyndir um aðgerðir til að brúa þá miklu gjá sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig. Þau hafa sýnt fram á að réttlátast sé að fara blandaða leið, þ.e. með auknum tekjum í ríkissjóð, t.d. í formi hátekjuskatts, og með niðurskurði í ríkisrekstrinum.Á þann hátt er hægt að vernda þær þúsundir starfa sem annars myndu tapast ef eingöngu yrði farið í niðurskurð eða „hagræðingu“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar. En hátekjuskattur er ekki eingöngu leið til að verja störf hjá hinu opinbera heldur er hann ein þeirra leiða sem geta spornað við þessari óheillaþróun í launamálum og leiðrétt það mikla launamisrétti sem hefur fengið að viðgangast í okkar samfélagi. Veljum réttlátt samfélag, veljum Vinstri græn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn á launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað ellefufallt í launum. Ekki kemur fram hvað lægstu launin hafa hækkað mikið á tímabilinu en mér þykir líklegt að þau hafa u.þ.b. tvöfaldast. Þá sýna niðurstöðurnar að 10% Íslendinga tók 25% allra tekna í upphafi tímabilsins en 40% í lok tímabilsins. Þessar niðurstöður eru ólíðandi og sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.Dulbúin skattpíningEn það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað þetta óeðlilega launaumhverfi í sinni valdatíð heldur afnam hann hátekjuskatt með öllu. Með þeim aðgerðum vann hann enn frekar að launamisréttinu. En það var ekki það eina sem gerðist. Með afnámi hátekjuskatts varð ríkissjóður af tekjum og vinna þurfti upp það tekjutap. Mörgum má vera ljóst að það var gert með aukinni gjaldheimtu og álögum hvort sem um var að ræða í almannaþjónustu eða annars staðar.Færri gera sér þó grein fyrir að þetta hefur komið verst niður á þeim sem lágar hafa tekjurnar og þurfa nú að greiða meira af lágum launum sínum fyrir nauðsynlega þjónustu. Aukin gjaldtaka og álögur eru náttúrulega ekkert annað en dulbúin skattlagning. Það má því færa rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blákalt lagt á lágtekjuskatt í sinni valdatíð, þar sem lágtekjufólk borgar hlutfallslega miklu meira en hálaunafólk af tekjum sínum fyrir þjónustu á vegum ríkisins.Leiðrétting á launamisréttiVinstri græn hafa einn flokka komið með raunhæfar hugmyndir um aðgerðir til að brúa þá miklu gjá sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig. Þau hafa sýnt fram á að réttlátast sé að fara blandaða leið, þ.e. með auknum tekjum í ríkissjóð, t.d. í formi hátekjuskatts, og með niðurskurði í ríkisrekstrinum.Á þann hátt er hægt að vernda þær þúsundir starfa sem annars myndu tapast ef eingöngu yrði farið í niðurskurð eða „hagræðingu“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar. En hátekjuskattur er ekki eingöngu leið til að verja störf hjá hinu opinbera heldur er hann ein þeirra leiða sem geta spornað við þessari óheillaþróun í launamálum og leiðrétt það mikla launamisrétti sem hefur fengið að viðgangast í okkar samfélagi. Veljum réttlátt samfélag, veljum Vinstri græn.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun