Erlent

Enga sprengjubrandara á Kastrup takk

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kastrup.
Kastrup.

Tæplega sextugur þýskur kaupsýslumaður var handtekinn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að hann sagði öryggisvörðum að hann væri með sprengju í töskunni sinni. Öryggisverðirnir hugðust líta í tösku mannsins þegar hann sagði þeim að taskan spryngi væri hún opnuð. Hann ætlaði sér þó ekki annað en að slá á létta strengi en var handtekinn tafarlaust og kemur fyrir dómara í dag. Lögreglan á Kastrup-flugvelli segist líta það mjög alvarlegum augum að talað sé um sprengjur á flugvellinum en stutt er síðan kona hlaut tíu daga fangelsisdóm bara fyrir að segja orðið „sprengja“ í flugstöðvarbyggingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×