Lífið

Butler vill ekki Bond

Gerard Butler hefur ekki áhuga á að leika James Bond.
nordicphotos/Getty
Gerard Butler hefur ekki áhuga á að leika James Bond. nordicphotos/Getty

Leikarinn Gerard Butler hefur gefið í skyn að hann hefði ekki áhuga á að leika James Bond ef honum yrði boðið hlutverkið. Hann telur að áhorfendur ættu erfitt með að venjast honum í öðrum hlutverkum ef hann tæki við sem 007.

„Ég hef gaman af því að leika í alls konar myndum en ef ég færi að leika Bond yrði breyting á því. Hvernig gæti fólk vanist mér í öðrum hlutverkum eftir að ég hefði leikið Bond?" sagði Butler. „Mér finnst Daniel Craig frábær Bond en ég myndi frekar vilja skapa nýtt hlutverk upp úr engu."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.