„Alcoa mútar embættismönnum…“ 26. maí 2009 06:00 Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun