„Alcoa mútar embættismönnum…“ 26. maí 2009 06:00 Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svona hljómaði helstið á RÚV og Stöð 2 fyrir nokkrum árum og vísaði til þess að Alcoa var sakað um að múta embættismönnum í Barein. Þetta kom fram sem hljóðrás í myndinni Draumalandinu og er í eina skiptið sem orðið mútur heyrist í henni. En í stuttri grein hér í Fréttablaðinu notar Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, orðið mútur fjórum sinnum til að útskýra og um leið misskilja umfjöllun okkar um ráðningu Guðmundar Bjarnasonar, fyrrverandi bæjarstjóra Fjarðabyggðar, til Alcoa. Hann notar ljót orð til að lýsa myndinni: rógburður, mútuþægni, dylgjur, aðdróttanir, lítill sómi, ljótasti, samsæriskenningar. Á móti stillir hann upp fallegum orðum sem tákna Alcoa og Guðmund Bjarnason; fengur, reynsla, farsælan, fjárfesta, sterk, þekkingu, verðmæta, forystu, stjórnanda. Í myndinni kemur hvergi fram að höfundar telji að bæjarstjóranum hafi verið mútað þegar hann var ráðinn til starfa hjá Alcoa. Samt staglast forstjórinn á þessu ljóta orði. Ekki dettur mér í hug að Alcoa múti embættismönnum á Íslandi þótt fyrirtækið noti e.t.v. svoleiðis meðul þar sem það á við, t.d. í Barein. Persónulega finnst mér það taktlaust að ráða Guðmund til Alcoa um leið og verkefnið var í höfn - svo notuð séu orð forstjórans. Og hvert er starf bæjarstjórans fyrrverandi hjá Alcoa? Jú, hann á að kynna stefnu Alcoa í samningum við aðra bæjarstjóra um nýtt álver á Bakka. Og kannski á Grænlandi? Aðspurður hvort það verði ekki erfitt fyrir önnur sveitarfélög og Íslendinga að semja við Alcoa um nýtt álver þegar fyrirtækið hefur innanborðs einn helsta sérfræðing á þessu sviði, þ.e.a.s. Guðmund, svarar bæjarstjórinn: „Nei, þau þurfa ekkert að óttast - við erum svo lítil (þ.e. hin íslenska þjóð) og fyrirtækið er svo velviljað." Einmitt. Og þessu trúa sveitarstjórnarmenn í Þingeyjarsýslu og þiggja góð ráð frá Alcoa í gegnum bæjarstjórann fyrrverandi. Eða eins og einn sagði: „Það er gott að hafa Guðmund til að gefa okkur ráð um það hvernig við eigum að haga okkur gagnvart Aloca." Guðmundur sagði okkur líka frá því að eitt skilyrði fyrir því að álverið reis á Reyðarfirði á sínum tíma hafi verið það að sveitarfélögin sameinuðust. Það kemur líka fram í myndinni að forstjóri Landsvirkjunar og Valgerður Sverrisdóttir gantast með það að kjördæmi hennar hafi verið stækkað til suðurs, og að allar reglur hafi verið brotnar, svo Alcoa gæti reist tvö álver í hennar kjördæmi. Alþjóðlegt stórfyrirtæki eins og Alcoa verður hugsanlega búið að plassera tveimur álverum í eitt kjördæmi eftir einhvern tíma. Það verður þá stærsti vinnustaðurinn í kjördæminu, sem fáir stjórnmálamenn sem þaðan koma vilja styggja. Og hugsanlega vill það stækka verksmiðjur sínar einhvern tímann í framtíðinni. Þá getur þetta stóra fyrirtæki haft mikil áhrif, t.d. í orku- og skipulagsmálum. Þá er líka gríðarlegur fengur fyrir Alcoa að hafa á sínum snærum mann eins og Guðmund sem er með verðmæta reynslu í sveitarstjórnarmálum - svo notuð séu orð forstjórans. Svo einfalt er það. Höfundur er leikstjóri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun