„Það var svekkjandi að tapa þessu en við vorum að fá á okkur ódýrar tvær mínútur sem reyndust dýrar. Það var algjör óþarfi af okkar hálfu," sagði ósáttur Vilhjálmur Halldórsson Stjörnumaður en hann átti afar dapran leik eins og flestir leikmenn Hauka og Stjörnunnar í kvöld.
„Við getum að sjálfsögðu byggt upp á þessu. Ef við spilum ágætis vörn, fáum markvörslu og hraðaupphlaup þá getum við bitið frá okkur. Þá munum við skora tuttugu og eitthvað mörk en við munum aldrei skora 30 mörk," sagði Vilhjálmur sem var sammála því að leikurinn hefði verið lélegur.
„Þetta var mjög vondur leikur. Það hlýtur að hafa verið hryllingur að horfa á þetta."