Enski boltinn

Benitez: Getur allt gerst í fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benitez var fúll á hliðarlínunni í kvöld.
Benitez var fúll á hliðarlínunni í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, neitaði að játa sig sigraðan þrátt fyrir erfiða stöðu síns liðs eftir 4-4 jafntefli gegn Arsenal í kvöld.

„Maður veit aldrei hvað getur gerst í fótbolta. Við munum halda áfram að þjarma að United og vona það besta," sagði Spánverjinn.

„Við gerðum allt of mörg mistök í þessum leik en það var samt jákvætt að liðið skyldi sýna karakter fram á síðustu mínútu leiksins.

Því er samt ekki að neita að United er í ökumannssætinu en við hættum ekki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×