Innlent

Ákærður fyrir að ráðast með hnífi á forstöðumann áfangaheimilis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa veist með hnífi á forstöðumann áfangaheimilisins sem hann bjó á og stungið hann þrisvar sinnum. Við árásina hlaut forstöðumaðurinn skurðsár á vinstri upphandlegg og víðar á líkamanum. Karlmaðurinn er ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til manndráps, en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Árásin átti sér stað á áfangaheimili Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Haft var eftir Hróðnýju Garðarsdóttur, sviðsstjóra hjá svæðisskrifstofunni, í fréttum Ríkissjónvarpsins skömmu eftir árásina, að þetta væri í fyrsta skipti sem svo alvarlegur atburður hefði átt sér stað hjá stofnuninni og starfsreglur yrðu endurskoðaðar í kjölfarið.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×