Fyrstu líkin fundin eftir Yemenia-slysið Atli Steinn Guðmundsson skrifar 30. júní 2009 08:10 Ættingjar og vinir franskra farþega, sem voru um borð í vél Yemenia, koma í áfallamiðstöð á Charles de Gaulle-flugvellinum við París. MYND/Reuters Fyrstu lík þeirra sem fórust með Airbus-þotu jemenska flugfélagsins Yemenia, þegar hún hrapaði í Indlandshaf í nótt, eru fundin. Franskar herflugvélar og eitt franskt skip hófu þegar leit á því hafsvæði sem vélin fórst á en af rúmlega 150 manns um borð voru 66 franskir farþegar. Frakkar hafa mátt þola mikla blóðtöku í flugslysum í þessum mánuði þar sem Airbus-þota á vegum franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf 1. júní með 228 manns um borð. Enn er óljóst hvað olli því að vél Yemenia hrapaði í nótt en hún var á leið frá Sanaa, höfuðborg Jemen, til borgarinnar Moroni á Comoro-eyjum sem eru í Indlandshafi undan austurströnd Afríku en flestir farþeganna voru frá eyjunum. Að sögn Mohammad al-Sumairi, talsmanns Yemenia, var stormasamt á flugleið vélarinnar en hún átti ekki langt eftir á áfangastað þegar hún hvarf af ratsjá. Að sögn flugumferðarstjóra í Moroni hafði flugstjóri vélarinnar tilkynnt að hann hefði hafið aðflug þegar samband rofnaði við vélina. Læknar hafa verið kallaðir út og beðnir að vera til taks á aðalsjúkrahúsi Moroni en leitar- og björgunaraðgerðir eru á frumstigi og allt óljóst um afdrif farþega og áhafnar vélarinnar. Samkvæmt tölfræði á síðunni Aviationexplorer hafa rúmlega 20 Airbus-vélar farist síðan árið 1976 en þó ber að geta þess að í þremur tilvikum var um flugrán að ræða og flugslys bein eða óbein afleiðing þeirra. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fyrstu lík þeirra sem fórust með Airbus-þotu jemenska flugfélagsins Yemenia, þegar hún hrapaði í Indlandshaf í nótt, eru fundin. Franskar herflugvélar og eitt franskt skip hófu þegar leit á því hafsvæði sem vélin fórst á en af rúmlega 150 manns um borð voru 66 franskir farþegar. Frakkar hafa mátt þola mikla blóðtöku í flugslysum í þessum mánuði þar sem Airbus-þota á vegum franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf 1. júní með 228 manns um borð. Enn er óljóst hvað olli því að vél Yemenia hrapaði í nótt en hún var á leið frá Sanaa, höfuðborg Jemen, til borgarinnar Moroni á Comoro-eyjum sem eru í Indlandshafi undan austurströnd Afríku en flestir farþeganna voru frá eyjunum. Að sögn Mohammad al-Sumairi, talsmanns Yemenia, var stormasamt á flugleið vélarinnar en hún átti ekki langt eftir á áfangastað þegar hún hvarf af ratsjá. Að sögn flugumferðarstjóra í Moroni hafði flugstjóri vélarinnar tilkynnt að hann hefði hafið aðflug þegar samband rofnaði við vélina. Læknar hafa verið kallaðir út og beðnir að vera til taks á aðalsjúkrahúsi Moroni en leitar- og björgunaraðgerðir eru á frumstigi og allt óljóst um afdrif farþega og áhafnar vélarinnar. Samkvæmt tölfræði á síðunni Aviationexplorer hafa rúmlega 20 Airbus-vélar farist síðan árið 1976 en þó ber að geta þess að í þremur tilvikum var um flugrán að ræða og flugslys bein eða óbein afleiðing þeirra.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira