Erlent

Ráðstefnugestir úti í kuldanum

Óli Tynes skrifar
Það hefur verið öngþveiti við Bella Center dag eftir dag.
Það hefur verið öngþveiti við Bella Center dag eftir dag.

Þáttakendur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn eru ekki allir hrifnir af skipulagi hennar.

Dæmi eru um að þeir þurfi að bíða klukkustundum saman eftir að komast inn í ráðstefnuhölliuna.

Ráðstefnan er haldin í Bella Center og þar er mikil öryggisgæsla. Svo virðist sem hún beri annað skipulag ofurliði.

Fjöldi fólks hefur alls ekki komist inn og það jafnvel þótt það hafi beðið úti í kuldanum í allt að átta klukkustundum.

Extra Bladet danska talaði við Ernest Ehnmark sem vinnur fyrir Evrópusambandið. -Ég þurfti að bíða í fimm eða sex klukkustundir í gær, sagði hann mæddur þar sem hann stóð enn í ógnarlangri biðröð til að komast inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×