Erlent

Polanski sleppt úr fangelsi í Sviss

Óli Tynes skrifar
Roman Polanski. Leikstjóri og barnaníðingur.
Roman Polanski. Leikstjóri og barnaníðingur.

Svissneskur dómstóll hefur samþykkt beiðni leikstjórans Romans Polanski um að honum verði sleppt úr fangelsi gegn tryggingu.

Polanski var handtekinn í Sviss í síðasta mánuði vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar sem Bandaríkin höfðu gefið út.

Polanski var eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að flýja land áður en dómur var kveðinn upp í máli hans vegna nauðgunar á þrettán ára telpu. Polanski gaf telpunni ólyfjan og margnauðgaði henni.

Leikstjórinn flúði til Frakklands. Þar hefur hann nú ríkisborgararétt. Ekki hefur verið upplýst um skilmálana fyrir því að Polanski fái að ganga laus í Sviss þartil málið um framvísun hans til Bandaríkjanna verður tekið fyrir.

Polanski var búinn að bjóða himinháa tryggingu og gefa loforð um að hann myndi ekki flýja land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×