Enski boltinn

Enska 1. deildin: Jafntefli hjá Coventry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron er hér í baráttu við leikmann Barnsley í kvöld.
Aron er hér í baráttu við leikmann Barnsley í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry gerðu 1-1 jafntefli við Barnsley á heimavelli sínum í kvöld.

Það var Daniel Bogdanovic sem skoraði mark Barnsley á 9. mínútu en Elliott Ward jafnaði fyrir Coventry úr vítaspyrnu á lokamínútunni.

Aron Einar var í byrjunarliði Coventry sem fyrr og lék allan leikinn.

Barnsley sá á eftir stigunum tveimur enda liðið í mikilli fallhættu.

Tveir aðrir leikir fóru fram í ensku í 1. deildinni í kvöld. Charlton og Cardiff gerðu 2-2 jafntefli en Reading vann góðan útisigur á Derby, 0-2.

Staðan í ensku deildunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×