Enski boltinn

Stjórnarmaður í Everton: Moyes er besti stjórinn í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton, hvetur sína menn áfram fyrir framlenginguna um síðustu helgi.
David Moyes, stjóri Everton, hvetur sína menn áfram fyrir framlenginguna um síðustu helgi. Mynd/GettyImages

Bill Kenwright, stjórnarmaður Everton, hefur mikla trú á sínum manni, David Moyes. Þegar kemur að því að svara því hver sé besti stjórinn í heimi þá talar hann ekki um Sir Alex Ferguson, Jose Mourinho eða Guus Hiddink. Nei, besti stjóri í heimi að hans mati er David Moyes, stjóri Everton.

„Everton-fólk á David Moyes allt sitt að þakka. Hann tók við liðinu þegar félagið var á hnjánum," sagði Bill Kenwright í viðtali við BBC.

„Við skipulögðum framtíðina og hann hefur farið eftir því skipulagi í einu og öllu. Ég dýrka manninn og hann er besti stjóri í heimi," sagði Kenwright en Moyes tók við Everton árið 2002.

Bill Kenwright var kannski enn í sigurvímu eftir að Everton tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á sunnudaginn en Moyes á engu að síður hrós skilið fyrir að koma félaginu aftur í hóp þeirra bestu.

„Við þurftum að horfa á eftir Wayne Rooney og við höfum ekki haft neina peninga milli handanna. Samt sem áður erum við komnir upp í hóp sex bestu liðina," sagði Kenwright.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×