Enski boltinn

Gerrard ánægður með stigið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Nordic Photos/Getty Images

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, ákvað að líta jákvæðum augum á lífið eftir að Liverpool varð af tveimur mikilvægum stigum gegn Arsenal í kvöld. Hann telur að stigið sem Benyoun bjargaði gæti reynst afar mikilvægt.

„Ég held að þetta geti reynst stórt stig þegar upp er staðið. Þetta hefði verið verulega erfitt ef við hefðum tapað leiknum," sagði Gerrard sem er meiddur og fylgdist með leiknum úr stúkunni.

„Það er ekki líkt okkur að fá svona mörg mörk á okkur. Við erum venjulega mjög þéttir aftast og sérstaklega á heimavelli. Nú verðum við að bíða og sjá hversu stórt þetta stig verður. Þetta var fín frammistaða hjá okkur og Yossi og Torres voru mjög ógnandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×