Enski boltinn

Hermann fær að glíma við Rooney og Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta verður ekki frysta einvígi Hermanns og Rooney hér berjast þeir um boltann fyrir fimm árum.
Þetta verður ekki frysta einvígi Hermanns og Rooney hér berjast þeir um boltann fyrir fimm árum. Mynd/GettyImages

Það er búist við því að Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney komi aftur inn í lið Manchester United fyrir leik liðsins á móti Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Okkar maður Hermann Hreiðarsson sleppur því ekki við að glíma við tvo af bestu knattspyrnumönnum heims enda ekki maður sem vill láta krefjandi verkefni framhjá sér fara.

Það er nokkuð öruggt að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ekki tefla fram varaliði eins og í undanúrslitaleiknum í enska bikarnum á sunnudaginn.

Edwin van der Sar, John O'Shea, Darren Fletcher, Ryan Giggs, Paul Scholes, Dimitar Berbatov og Patrice Evra ættu því einnig að koma aftur inn í byrjunarliðið frá leiknum á sunnudaginn en Rio Ferdinand og Nemanja Vidic voru þar þeir einu í liðinu af hinum vanalegu byrjunarliðsleikmönnum United-liðsins.

Portsmouth liðið verður ekki fullskipað í leiknum. Niko Kranjcar og Younes Kaboul eru meiddir og verða ekki með í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×